Hjólhýsi Hobby 545
Leigutími hjólhýsa er sjö dagar/sex nætur. Lágmarksleigutími er 6 nætur.
- Vagnarnir leigjast frá fimmtudegi til miðvikudags.
- Vagnarnir eru afhendir frá kl. 13.00 – 15.00 á fimmtudögum.
- Vögnunum á að skila fyrir kl. 17.00 á miðvikudögum (það má skila fyrr).
Adria Adora 593 UK inniheldur öll þægindi sem nútíma hjólhýsi veitir. Með hjónarúmi og 3 kojum, svefnpláss fyrir allt að 7 einstaklinga.
Mál rúms 137/124 x 200 cm, 3 kojur stærð 63 x 192cm, 60 x 192cm, 65 x 174 cm. Aukarúm í borðkrók 150 x 223 cm.
Í eldhúsinu er rúmgóður ísskápur með frystihólfi ásamt gaseldvél með þremur hellum og stórum vaski. Í hvern vask getur runnið heitt eða kalt vatn úr 50 lítra vatnstanknum.
Með vagninum fylgir allur nauðsynlegur útbúnaður, þar á meðal hnífapör, bollar, diskar, pönnur, skálar o.s.frv, klósettefni, framlengingaspeglar, útiborð, útistólar og uppblásin markísa með hliðum.
Þetta hýsi er fullkomið fyrir útileguna með vininum, makanum eða börnunum.
Afbókunarskilmálar
Hægt er að afbóka allt að 30 dögum fyrir bókaða leigudagsetningu og fá fulla endurgreiðslu.
Eftir það er hægt að afbóka allt að 14 dögum fyrir leigudagsetningu og 50% af leigugjaldi er endurgreitt.
Eftir það fæst ekki endurgreiðsla.
Hins vegar ef upp koma ófyrirséðar aðstæður hjá leigutaka mun starfsfólk Vikurverks alltaf skoða það og taka tillit til þess.
Megar allir sem eru með bílpróf draga hjólhýsi ?
Það þarf sérstök réttindi til að mega draga hjólhýsi. Ökuréttindi sem gefin voru út fyrir 15.ágúst 1997 hafa sjálfkrafa þessi réttindi. Ökuréttindi sem gefin voru út eftir 15.ágúst 1997 eru ekki sjálfkrafa með þessi réttindi og þurfa að afla sér þeirra réttinda sérstaklega. Netökuskólinn, Ökuland, bilprof.is, Vistakstur og fleiri bjóða uppá slík námskeið. Einnig er hægt að finna nánari upplýsingar á vef Samgöngustofu https://www.samgongustofa.is/umferd/oryggi/eftirvagnar/