This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.
Verkstæði


Helstu áhersluþættir verkstæðisins eru:
Víkurverk rekur þjónustuverkstæði í Víkurhvarfi 6, þar sem lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum fyrirtækisins góða þjónustu í viðgerðum og viðhaldi ferðavagna og húsbíla.
Standsetning ferðavagna og húsbíla sem Víkurverk flytur inn.
Stór þáttur í starfsemi verkstæðisins er að yfirfara og gera nýja vagna klára til afhendingar. Víkurverk kappkostar að hafa ferðavagnana frá framleiðanda búna á þann hátt sem viðskiptavinurinn óskar. Oftar en ekki vilja viðskiptavinir okkar bæta við ýmsum aukabúnaði.
Viðhald ferðavagna og húsbíla.
Víkurverk sérhæfir sig í viðgerðum og viðhaldi á ferðavögnum og húsbílum. Eftirfarandi þjónustur eru í boði:
Þjónustuskoðun
- Smurning og stilling á bremsum
- Loftþrýstingur mældur í dekkjum
- Dagljósabúnaður athugaður
- Smurt í læsingar og öryggisvír athugaður
Ábyrgðarskoðun
- Gaskerfi þrýstiprófað
- Ísskápur, eldavél og hitakerfi yfirfarið
- Smurning og stilling á hemlum
- Loftþrýstingur mældur í dekkjum
- Rafkerfi yfirfarið (12 og 220 V)
- Rafgeymir álagsprófaður og hleðslustöð prófuð
- Vatnskerfi yfirfarið
- Vagninn rakamældur
Önnur þjónusta:
Þrýstiprófun á gasi:
- með staðlaðri slöngu, gott að framkvæma þriðja hvert ár.
Alde Kerfi:
- Skipta um fröstlög og kerfið lofttæmt, gott að framkvæma á 5 ára fresti.
Vetrarklárt:
- vatns- wc kerfi tæmt og frostvarið.
Rakamæling:
- við bjóðum upp á að rakamæla ferðavagna og húsbíla.
Tjónaviðgerðir.
Við getum öll lent í því óláni að lenda í tjóni. Þá er mikilvægt að viðgerðin sé vel unnin af fagmönnum. Hægt er að hafa samband við verkstæði okkar með því að hringja í síma 557 -7720 eða senda okkur tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is
Varahlutapantanir.
Allar varahlutapantanir fara í gegnum þjónustustjóra okkar, ef varahlutur er ekki til á lager, reynum við eftir fremsta megni að útvega þá varahluti fljótt og örggulega. Útvegun varahluta getur dregist vegna sérstöðu vörunnar. Biðtími getur verið 6-12 vikur, getur orðið lengri – háð birgðastöðu birgja.
Vinsamlegast pantið tíma hjá þjónustuverkstæðinu í síma 557 7720 eða senda okkur tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is
PANTA VARAHLUTI
ATHUGIÐ SVO HÆGT SÉ AÐ PANTA VARAHLUTI ÞARF AÐ HAFA FASTANÚMER VAGNS
Viðgerðaþjónusta.
Það er öllum velkomið að leita til okkar er varðar viðhaldsþjónustu ferðavagna.
Tímabókanir:
Við viljum minna viðskiptavini okkar á að vera tímanlega að bóka tíma á verkstæðinu þar sem allt er að farið að fyllast fyrir sumarið 2020.
Það er opið hjá okkur frá kl. 08:00 12:00 og 13:00 – 18:00 alla virka daga.
Víkurverk – Allt í ferðalagið.