This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.
Verkstæði


Helstu áhersluþættir verkstæðisins eru:
Víkurverk rekur þjónustuverkstæði í Víkurhvarfi 6, þar sem lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum fyrirtækisins góða þjónustu í viðgerðum og viðhaldi ferðavagna og húsbíla.
Standsetning ferðavagna og húsbíla sem Víkurverk flytur inn.
Stór þáttur í starfsemi verkstæðisins er að yfirfara og gera nýja vagna klára til afhendingar. Víkurverk kappkostar að hafa ferðavagnana frá framleiðanda búna á þann hátt sem viðskiptavinurinn óskar. Oftar en ekki vilja viðskiptavinir okkar bæta við ýmsum aukabúnaði.
Viðhald ferðavagna og húsbíla.
Víkurverk sérhæfir sig í viðgerðum og viðhaldi á ferðavögnum og húsbílum. Eftirfarandi þjónustur eru í boði:
- Gasþýstiprófun
- Stilling á bremsum
- Loftþrýstingur í hjólbörðum mældur
- Hjólabúnaður skoðaður
- Ljósabúnaður athugaður
- Smurt í læsingar
- Öryggisvír athugaður
- Smurning í koppa (beisli og öxul ef við á)
- Gaskerfi þrýstiprófað
- Ísskápur, eldavél og hitakerfi yfirfarið
- Stilling á bremsum
- Loftþrýstingur í hjólbörðum mældur
- Hjólabúnaður skoðaður
- Rafkerfi yfirfarið (12V og 230 V)
- Rafgeymir álagsprófaður og hleðslustöð prófuð
- Vatnskerfi yfirfarið
- Vagninn rakamældur / Rakamæling innréttingar
- Öryggisvír yfirfarinn
- Smurning í koppa (beisli og öxul ef við á)
Önnur þjónusta:
Þrýstiprófun á gasi:
- Gaskerfi yfirfarið og þrýstiprófað
- Slöngu skipt út ef þörf er á
- Gott að framkvæma þriðja hvert ár
Alde Kerfi:
- Skipta um fröstlög og kerfið lofttæmt
- Gott að framkvæma á 5 ára fresti.
- Vatni tappað af
- Neysluvatnsfrostlögur í gegnum lagnir
- Frostþolinn rúðuvökvi settur á salerni
- Dýnur og sessur reistar upp
- Rafgeymir aftengdur
- Sólarsella aftengd
- Dregið fyrir glugga og hurð
Rakamæling:
- Við bjóðum upp á að rakamæla ferðavagna og húsbíla.
Tjónamat og tjónaviðgerðir:
Verkstæði Víkurverks býður upp á tjónamat og tjónaviðgerðir. Mikilvægt er að tjónaviðgerð sé unnin af fagmönnum. Einungis er unnið eftir viðurkenndum aðferðum með viðurkennd efni og varahluti. Fagmenn Víkurverks eru með reynslu og sérhæfingu í viðhaldi og viðgerðum á ferðavögnum. Pantið tíma í síma 5577720 eða sendið tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is
Stærri tjónaviðgerðir eru framkvæmdar yfir vetrartímann, frá 1.september til 1.apríl ár hvert. Tjónamat og tjónsnúmer frá tryggingafélagi þarf að liggja fyrir svo hægt sé að panta varahluti ef við á eða hefja viðgerð hver sem hún á að vera.
Ferðavagnaeigendur, sem þurfa á tjónaviðgerð að halda, er bent á að ef vagninn er settur í geymslu yfir vetrartímann þá er nauðsynlegt að vera búin að semja við leigusala til að hafa aðgengi að vagninum svo hægt sé að koma vagninum til viðgerðar á tímabilinu. Einnig viljum við benda á að Víkurverk bíður vetrargeymslu fyrir tjónaviðgerðarvagna á mjög hagstæðu verði til að einfalda málin.
Varahlutir:
Varahlutadeild Víkurverks sér um að panta varahluti í þá húsbíla og ferðavagna sem Víkurverk flytur inn ef á þarf að halda og sérpantar ef hluturinn er ekki til á lager. Markmiðið er að allt gangi eins hratt og vel fyrir sig og kostur er hverju sinni þó það sé vissulega háð birgðastöðu birgja. Útvegun varahluta getur dregist vegna sérstöðu vörunnar. Biðtími getur verið 6-12 vikur, getur þó orðið lengri – háð birgðastöðu birgja. Athugið að svo hægt sé að panta varahluti þarf að gefa upp fastanúmer vagnsins.
Vinsamlegast pantið tíma hjá þjónustuverkstæðinu í síma 557 7720 eða sendið okkur tölvupóst á varahlutir@vikurverk.is
Viðgerðaþjónusta: Það er öllum velkomið að leita til okkar er varðar viðhaldsþjónustu ferðavagna. Þegar komið er með ferðavagna á verkstæðið þá er best að koma með þá niður fyrir húsið og leggja ferðavagninum á milli gulu línanna sem eru þar og koma svo í verkstæðismóttökuna sem er á efri hæðinni og tilkynna um komuna.
Verkstæðismóttaka: Tímabókanir á Verkstæði Víkurverks í síma 5577720 eða hafið samband með því að senda tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is
Við viljum minna viðskiptavini okkar á að bóka tíma með góðum fyrirvara. Athugið að verkstæðismóttakan er staðsett á efri hæðinni, við aðalinnganginn.
Opnunartími verkstæðismóttöku er kl 8 – 12 og 13 – 18 virka daga. Lokað er um helgar.
Varahlutadeild: Fyrirspurnir og pantanir varahluta í síma 5577720 eða hafið samband með því að senda tölvupóst á varahlutir@vikurverk.is . Athugið að svo að hægt sé að panta varahluti þarf að gefa upp fastanúmer vagnsins.
Víkurverk – Allt í ferðalagið.