Viðskiptaskilmálar
Víkurverk ehf
Víkurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sími 557-7720
Kt:500306-1650
VSK nr: 89872
vikurverk@vikurverk.is
EFTIRFARANDI VIÐSKIPTASKILMÁLAR GILDA Í VERSLUN OG VEFVERSLUN VÍKURVERKS:
Almennt um smásöluviðskipti gilda ákvæði laga um lausafjárkaup og eftir atvikum lögum um neytendakaup.
- Lög um lausafjárkaup https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000050.html
- Lög um neytendakaup nr. 48/2003
- Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000
ÁBYRGÐIR NÝRRA FERÐAVAGNA:
Ábyrgðir nýrra ferðavagna sem Víkurverk selur er í samræmi við ákvæði laga um lausafjárkaup og eftir atvikum lögum um neytendakaup og er því í aðalatriðum þannig að kaupandi hefur rétt til þess að bera fram kvörtun um galla á ferðavagninum í allt að tvö ár eftir afhendingu.
Vakin er athygli á að Víkurverk býður kaupendum nýrra Hobby hjólhýsa að framlengja verksmiðjuábyrgð. Hægt er að fá að bæta við þriðja árinu í ábyrgð með því skilyrði að mæta í sérstaka Ábyrgðarskoðun hjá Verkstæði Víkurverks með Hobby hjólhýsið innan tveggja ára frá skráningu.
Athugið að ekki er um galla að ræða ef skemmdin er af völdum þess hvernig ekið er með hjólhýsi eða ef farið er utanvegar með hjólhýsi. Hjólhýsi eru ekki hönnuð fyrir akstur á torfærum svæðum. Athugið sérstaklega að aka hægt og varlega með hjólhýsi yfir hraðahindranir. Akið ekki yfir hámarkshraða með hjólhýsi því skemmdir af völdum hraðaksturs telst ekki galli.
Vakin er athygli á að skemmdir af sökum ofhleðslu telst ekki vera galli. Mikilvægt er því að taka tillit til þess aukabúnaðar er settur hefur verið á eða í ferðavagninn í samræmi við leyfða heildarþyngd. Skemmdir sökum slælegs viðhalds og þjónustu telst ekki vera galli.
Nánari upplýsingar er hægt að finna í Handbók Víkurverks á www.vikurverk.is
Til að panta tíma í ábyrgðarviðgerðir er hægt að hafa samband við Verkstæði Víkurverks í síma 5577720 eða sendið tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is eða varahlutir@vikurverk.is .
UPPÍTAKA FERÐAVAGNA:
Uppítökuvagnar fara í gegnum söluskoðun á Verkstæði Víkurverks og niðurstaða hennar getur haft áhrif á uppítökuverðið, svo sem ef um skemmdir eða bilanir er að ræða. Mikilvægt er að koma með ferðavagninn tímanlega, skila honum af sér á Blátt bílastæði fyrir neðan húsið að Víkurhvarfi 6 í Kópavogi.
- Skilyrði að ferðavagninn sé skoðaður
- Hafa ferðavagninn hreinan að utan sem innan
- Tæma og þrífa salerniskasettu
- Fjarlægja skal gaskúta
- Láta rafgeymi og rafmagnskapal fylgja með
- Sérstakt gjald er tekið ef um vanefndir er að ræða
Ábendingar varðandi kaup á notuðum ferðavagni:
- Kaupandi ábyrgist að skoða gaumgæfilega þann ferðavagn er hann hyggst kaupa
- Kaupandi hafi fullan skilning á að verið er að kaupa ferðavagn í því ástandi sem hann er í þegar kaupin eru gerð
- Umboðssöluvagnar sem seldir eru í Víkurverk eru í einkaeigu viðskiptavina
- Sérstaklega er mælt með að kaupandi láti ástansskoða umboðssöluvagn fyrir kaup
SKILARÉTTUR Á VÖRUM:
Hægt er að skila eða skipta vöru úr verslun og vefverslun innan 15 daga frá kaupum gegn framvísun kvittunar eða reiknings. Einnig skal varan vera í upprunalegum umbúðum.
Ef varan er ekki til í verslun, er uppseld eða ekki lengur í vöruframboði er varan tekin inn á því verði sem hún var seld. Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu.
Við vöruskil er mögulegt að:
- Fá aðra vöru í skiptum.
- Bakfæra upphæð inn á kreditkort viðkomandi hafi varan verið greidd með því korti.
- Bakfæra upphæð inn á debetkort viðkomandi ef vöruskil eru samdægurs og verslað var og greitt var með viðkomandi debetkorti.
- Vörur eru ekki endurgreiddar með peningum.
SKILAREGLUR GILDA EKKI UM :
- Sérpantanir á vörum eða varahlutum.
- Ekki er hægt að skila útsöluvörum.
Nánari upplýsingar í síma 5577720 eða senda tölvupóst á verslun@vikurverk.is
RAFRÆN VIÐSKIPTI:
Víkurverk, sem seljandi vöru, áskilur sér rétt að falla frá sölu og hætta við pantanir ef upp koma villur í skráningu á upplýsingum um vöru af hálfu seljanda. Á þetta við svo sem vegna rangra verðupplýsinga eða annara mistaka sem seljandi kann að hafa gert við skráningu á upplýsingum um verð og eiginleika vöru hvort sem þær villur eru augljósar eða ekki. Þá áskilur seljandi sér rétt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara.
Pöntun er afgreidd úr vefverslun eins fljótt og hægt er, eigi síðar en 24 tímum eftir að pöntun hefur borist. Varan er send með Póstinum. Hægt er að velja um fá sent á pósthús, póstbox eða heim að dyrum. Sendingarkostnaður samkvæmt gjaldskrá Póstsins. Ef verslað er fyrir 20.000 kr eða meira greiðir Víkurverk sendingarkostnaðinn.
GREIÐSLA Í VEFVERSLUN:
Í vefverslun Víkurverks er tekið við almennum greiðslukortum. Greiðslan fer fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Meðferð kortaupplýsinga og greiðslna fer í gegnum örugga þjónustu hjá Teya.
NETVIÐSKIPTI:
Eftirfarandi viðbótarskilmálar gilda um netviðskipti gegnum www.vikurverk.is:
- Kaupandi þarf að vera orðinn 16 ára til að versla í netverslun.
- Við móttöku vöru ber kaupanda að yfirfara vöruna og kanna hvort hún er í samræmi við pöntun og sé óskemmd.
- Kaupanda ber að gera athugasemdir og senda inn kvörtun innan 15 daga frá afhendingu vörunnar sé þess þörf.
- Ekki er hægt að skila útsöluvörum.
PERSÓNUUPPLÝSINGAR:
Víkurverk meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu vikurverk.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga á hverjum tíma.
VIÐSKIPTASKILMÁLARNIR GETA BREYST ÁN FYRIRVARA.