Menu Close

SKILMÁLAR LEIGA

Verð

 • Vika með tjaldvagn kr. 69.000.-
 • Vika með hjólhýsi kr. 195.000,- (lágmark 6 dagar)

Leigutími tjaldvagna er sjö dagar/sex nætur

 • Vagnarnir leigjast frá fimmtudegi til miðvikudags.
 • Vagnarnir eru afhendir frá kl. 12.00 – 17.00 á fimmtudögum.
 • Vögnunum á að skila fyrir kl. 16.00 á miðvikudögum (það má skila fyrr).
 • Leigutaki kaupir tryggingu á kr. 7.900 vegna sjálfsábyrgðar á kaskótryggingu.
 • Kreditkortanúmer til tryggingar á skemmdum sem leigutaki kann að valda og tryggingar bæta ekki af einhverjum ástæðum.

  Tjaldvagninn/ Ferðavagninn skal sóttur að Víkurhvarf 6  á fimmtudögum milli kl. 12:00 og 17:00, og skal honum skilað á sama stað HREINUM á miðvikudögum fyrir kl. 16:00 (einnig er hægt að skila vögnum á mánu- og þriðjudögum á opnunartíma.) 

  VAGNINUM SKAL SKILAÐ HREINUM Á RÉTTUM SKILATÍMA

  ANNARS REIKNAST ÞRIFAGJALD KR. 19.900 kr

 • Óheimilt er með öllu að skilja vagnin eftir við aðstöðu leigusala á öðrum tíma en á auglýstum opnunartíma.

 • Ferðavagninn er leigður með aukabúnaði (Leigutaki þarf sjálfur að sjá um að fylla gas á kútinn). Leigutaki þarf að leggja til sængur/svefnpoka og annan almennan útilegubúnað.
 • Leigutaki ber ábyrgð á vagninum og búnaði hans, og skuldbindur leigutaki sig til að bæta það tjón sem verða kann á vagnium á meðan á leigutíma stendur. Ábyrgð leigutaka fellur ekki niður fyrr en leigusali hefur móttekið vagninn á umsömdum skilatíma.
 • Leigutaki þarf að framvísa greiðslukorti hjá Víkuverk ehf. sem tryggingu komi til þess að vagninn skemmist í umsjá leigutaka.
 • Leigutaki skuldbindur sig til að ganga vel um vagninn og skila honum HREINUM á umsömdum stað og tíma. Sé vagninum ekki skilað hreinum skal leigutaki greiða þrifagjald kr. 19.900.-
 • Óheimilt er að aka með ferðavagninn um vegleysur, óbrúaðar ár, vegtroðninga, snjóskafla, ís eða aðrar vegleysur. Við þær aðstæður fellur kaskótrygging vagnsins niður, og hugsanlegt tjón þá að öllu leiti á ábyrgð leigutaka.
 • Vagninn er kaskótryggður fyrir tjóni sem verða kann á vagninum sjálfum, sjálfsábyrgð er kr. 100.000,- sem leigutaki greiðir í hverju tjóni. Leigutaki getur keypt hjá leigusala viðbótartryggingu sem nær yfir sjálfsábyrgðina.
 • Ökutæki þarf að hafa viðurkenndan tengibúnað fyrir ferðavagninn.
 • Reykingar og allt dýrahald eru með öllu bannað í ferðavagninum.
 • Leiðbeiningar um notkun eru í tjaldvagninum og er leigutaka skylt að fara eftir þeim.
 • Hafi leigutaki einhverjar kvartanir fram að færa varðandi vagninn skal hann koma þeim á framfæri við leigusala við upphaf leigutíma og til viðkomandi félags, og gefa leigusala færi á að gera úrbætur.
!-- Facebook Pixel Code -->

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

Við hvetjum alla til að skrá sig á póstlistann okkar.
Hjá okkur er alltaf eitthvað spennandi í gangi.

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann

There was an error while trying to send your request. Please try again.

will use the information you provide on this form to be in touch with you and to provide updates and marketing.