Vetrarklárt
Mikilvægt er að hann komi vel undan vetri hvort sem við geymum hann innandyra eða utan.
Því viljum við minna á nokkur góð ráð fyrir veturinn.
Tjaldvagn
- Nauðsynlegt er að lofta vel um allan vagninn í 1-2 daga áður en hann er lokaður og settur í geymslu til að sporna við því að raki myndist í vagninum
- Gott er að passa að dýnur og svefntjöld séu ekki rök til að koma í veg fyrir fúkkalykt í vor
- Best er að geyma vagninn í upphitaðri geymslu
Fellihýsi
- Gott er að opna og lofta vel um fellihýsið í 1-2 daga áður en það er sett í geymslu til að sporna við því að raki myndist
- Gott er að passa að dýnur séu ekki rakar til að koma í veg fyrir fúkkalykt í vor
- Muna að fjarlægja rafgeyminn og hlaða hann heima í 2-3 daga annan hvern mánuð, til að lengja líftíma geymisins
- Mælt er með að setja rakatæki inn í hýsið
- Muna að taka gaskúta úr hýsinu
- Mælt er með að hafa rifu á hurðinni á kælinum „til að varna við vondri lykt“
- Mikilvægt er að tæma allar vatnslagnir, hafa blöndunartæki opin
- Gott að renna neysluvatnsfrostlegi í gegnum vatnskerfið
Hjólhýsi og húsbílar
- Gott er að lofta vel um ferðatækið í 1-2 daga í þurru áður en ferðatækið er sett í geymslu.
- Gott getur verið að láta dýnurnar úr rúmum og sætum standa upp á rönd í stað þess að liggja flatar, getur komið í veg fyrir fúkkalykt í vor
- Muna að fjarlægja rafgeyminn og hlaða hann heima í 2-3 daga annan hvern mánuð, til að lengja líftíma geymisins
- Mælt er með að setja rakatæki inn í vagninn
- Muna að taka gaskúta úr vagninum
- Mælt er með að hafa rifu á hurðinni á kælinum „til að varna við vondri lykt“
- Mikilvægt er að tæma allar vatnslagnir í húsinu bæði á neysluvatni og eins klósettinu, hafa blöndunartæki opin
- Mælt er með að setja neysluvatnsfrostlög á allt vatnskerfið, frostverja kerfið