Menu Close

Vetrarklárt

Mikilvægt er að hann komi vel undan vetri hvort sem við geymum hann innandyra eða utan.
Því viljum við minna á nokkur góð ráð fyrir veturinn. 

Tjaldvagn

 • Nauðsynlegt er að lofta vel um allan vagninn í 1-2 daga  áður en hann er lokaður og settur í geymslu til að sporna við því að raki myndist í vagninum
 • Gott er að passa að dýnur og svefntjöld séu ekki rök til að koma í veg fyrir fúkkalykt í vor 
 • Best er að geyma vagninn í upphitaðri geymslu 

Fellihýsi

 • Gott er að opna og lofta vel um fellihýsið í 1-2 daga áður en það er sett í geymslu til að sporna við því að raki myndist
 • Gott er að passa að dýnur séu ekki rakar til að koma í veg fyrir fúkkalykt í vor 
 • Muna að fjarlægja rafgeyminn og hlaða hann heima í 2-3 daga annan hvern mánuð, til að lengja líftíma geymisins
 • Mælt er með að setja rakatæki inn í hýsið
 • Muna að taka gaskúta úr hýsinu
 • Mælt er með að hafa rifu á hurðinni á kælinum „til að varna við vondri lykt“
 • Mikilvægt er að tæma allar vatnslagnir, hafa blöndunartæki opin
 • Gott að renna neysluvatnsfrostlegi í gegnum vatnskerfið

 Hjólhýsi og húsbílar

 • Gott er að lofta vel um ferðatækið  í 1-2 daga í þurru áður en ferðatækið er sett í geymslu.
 • Gott getur verið að láta dýnurnar úr rúmum og sætum standa upp á rönd í stað þess að liggja flatar, getur komið í veg fyrir fúkkalykt í vor
 • Muna að fjarlægja rafgeyminn og hlaða hann heima í  2-3 daga annan hvern mánuð, til að lengja líftíma geymisins
 • Mælt er með að setja rakatæki inn í vagninn
 • Muna að taka gaskúta úr vagninum 
 • Mælt er með að hafa rifu á hurðinni á kælinum „til að varna við vondri lykt“
 • Mikilvægt er að tæma allar vatnslagnir í húsinu bæði á neysluvatni og eins klósettinu, hafa blöndunartæki opin  
 • Mælt er með að setja neysluvatnsfrostlög á allt vatnskerfið, frostverja kerfið
!-- Facebook Pixel Code -->

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

Við hvetjum alla til að skrá sig á póstlistann okkar.
Hjá okkur er alltaf eitthvað spennandi í gangi.

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann

There was an error while trying to send your request. Please try again.

will use the information you provide on this form to be in touch with you and to provide updates and marketing.