- Tæma vatnstank, skrúfið lokið af að ofan og takið tappann úr
- Vagnar með Truma miðstöð = opna kranana við hliðina á rafmagnsboilernum (þeir eiga að vísa upp þegar þeir eru opnir) og látið vatnið renna niður
- Vagnar með Alde kerfi = opna krana við hliðina á Alde stöðinni (þeir eiga að vísa upp þegar þeir eru opnir) og láta vatnið renna niður (gulur flipi)
- Ef vagninn er geymdur úti þá skal loka vatnstanki og krönum við gasboiler og aldestöð og setjasíðan neysluvatnsfrostlög á vatnstankinn, eftir að vagninn hefur verið vatnstæmdur og skrúfa fyrst frá heita vatninu til að láta löginn renna í gegnum kerfið.
- Tæma vatnskassa salernis með því að tappa af, setja frostþolinn rúðuvökva bæði á vatnskassann og í kasettuna.
- Láta vatnsdæluna ganga í 30 sek, láta hana dæla lofti (á sérstaklega við ef ekki er notaður neysluvatnsfrostlögur)
- Draga fyrir öll myrkvunartjöld (minnkar hitasveiflur og forðar sagga).
- Reisa sætispullur (loftar betur og forðar sagga)
- Hafa hurð á kæliskáp og frystihólfi opnar (einnig á bakaraofni ef hann er til staðar)
- Hafa skápahurðir opnar til að auðvelda loftflæði.
- Æskilegt er að láta blöndunartækin standa opin ef ekki er verið að nota neysluvatnsfrostlög
- Stilla upp rakagildrum (ath gæti þurft að skipta um rakasand á tímabilinu)
- Aftengja gas og fjarlægja gaskúta og koma þeim á öruggan stað
- Setja vetrarlokur á öndunarristar fyrir kæliskáp (ef geyma á vagninn utandyra).
- Skrúfa niður og stilla vel af stuðningslappir ef geyma á vagninn utandyra
- Munið að kanna með tryggingamál hvar svo sem geyma á vagninn
- Aftengja sólarselluna (svo hún valdi ekki skemmdum á stjórnborði og rafkerfi).
- fataskápnum, getur þó verið staðsettur á öðrum stað)
- Endið á að aftengja og fjarlægja rafgeymi og geyma á þurrum og heitum stað
- CBE hleðslustýring: Lokið tekið af regulatornum og plúsinn+ er tekinn af (Regulatorinn er yfirleitt staðsettur inni í stóra fataskápnum, getur þó verið staðsettur á öðrum stað
- MPPT hleðslustýring: PV plúsinn+ er tekinn af (Regulatorinn er yfirleitt staðsettur inni í stóra
Við viljum benda á að það er hægt að láta gera ferðavagninn vetrarkláran á Verkstæði Víkurverks. Sparar tíma, fyrirhöfn og öruggt að allt þetta sé fagmannlega og rétt gert. Slík þjónusta er einnig skráð í þjónustubók ferðavagnsins. Tímabókanir í síma 5577720 og á verkstaedi@vikurverk.is
Nánari upplýsingar er einnig að finna í Vetrarhandbók Víkurverks sem hægt er að finna á heimasíðunni www.vikurverk.is
Ekki er tekin ábyrgð á innsláttarvillum.
Verð geta breyst án fyrirvara.