LEIGA FERÐAVAGNA
Sumarið 2025 mun Víkurverk leigja út 3 gerðir hjólhýsa. Smelltu á linki hér að neðan til að kanna með tímabil og verð:
Hjólhýsi Adria Adora 593 UK
Hjólhýsi Adria Adora 522 UP
Smáhýsi Minkur
Verð
- Vika með mink kr. 165.000.-
- Vika með hjólhýsi kr. 195.000,- kr. 229.000,- (lágmark 6 dagar)
Leigutími hjólhýsa er sjö dagar/sex nætur
- Vagnarnir leigjast frá fimmtudegi til miðvikudags.
- Vagnarnir eru afhendir frá kl. 13.00 – 15.00 á fimmtudögum.
- Vögnunum á að skila fyrir kl. 16.00 á miðvikudögum (það má skila fyrr).
- Leigutaki kaupir tryggingu á kr. 14.900 vegna sjálfsábyrgðar á kaskótryggingu.
Kreditkortanúmer til tryggingar á skemmdum sem leigutaki kann að valda og tryggingar bæta ekki af einhverjum ástæðum.
Tjaldvagninn/ Ferðavagninn skal sóttur að Víkurhvarf 6 á fimmtudögum milli kl. 12:00 og 17:00, og skal honum skilað á sama stað HREINUM á miðvikudögum fyrir kl. 16:00 (einnig er hægt að skila vögnum á mánu- og þriðjudögum á opnunartíma.)
VAGNINUM SKAL SKILAÐ HREINUM Á RÉTTUM SKILATÍMA
Muna
ANNARS REIKNAST ÞRIFAGJALD KR. 19.900 kr
Óheimilt er með öllu að skilja vagnin eftir við aðstöðu leigusala á öðrum tíma en á auglýstum opnunartíma.
Tekið er sérstaklega fram að staðsetnigarbúnaður er í leiguvagninum.
- Ferðavagninn er leigður með aukabúnaði (Leigutaki þarf sjálfur að sjá um að fylla gas á kútinn). Leigutaki þarf að leggja til sængur/svefnpoka og annan almennan útilegubúnað.
- Leigutaki ber ábyrgð á vagninum og búnaði hans, og skuldbindur leigutaki sig til að bæta það tjón sem verða kann á vagnium á meðan á leigutíma stendur. Ábyrgð leigutaka fellur ekki niður fyrr en leigusali hefur móttekið vagninn á umsömdum skilatíma.
- Leigutaki þarf að framvísa greiðslukorti hjá Víkuverk ehf. sem tryggingu komi til þess að vagninn skemmist í umsjá leigutaka.
- Leigutaki skuldbindur sig til að ganga vel um vagninn og skila honum HREINUM á umsömdum stað og tíma. Sé vagninum ekki skilað hreinum skal leigutaki greiða þrifagjald kr. 19.900.-
- Óheimilt er að aka með ferðavagninn um vegleysur, óbrúaðar ár, vegtroðninga, snjóskafla, ís eða aðrar vegleysur. Við þær aðstæður fellur kaskótrygging vagnsins niður, og hugsanlegt tjón þá að öllu leiti á ábyrgð leigutaka.
- Vagninn er kaskótryggður fyrir tjóni sem verða kann á vagninum sjálfum, sjálfsábyrgð er kr. 100.000,- sem leigutaki greiðir í hverju tjóni. Leigutaki getur keypt hjá leigusala viðbótartryggingu sem nær yfir sjálfsábyrgðina.
- Ökutæki þarf að hafa viðurkenndan tengibúnað fyrir ferðavagninn.
- Reykingar og allt dýrahald eru með öllu bannað í ferðavagninum.
- Leiðbeiningar um notkun eru í tjaldvagninum og er leigutaka skylt að fara eftir þeim.
- Hafi leigutaki einhverjar kvartanir fram að færa varðandi vagninn skal hann koma þeim á framfæri við leigusala við upphaf leigutíma og til viðkomandi félags, og gefa leigusala færi á að gera úrbætur1.