Þjónustuverkstæði Víkurverks

 

Víkurverk rekur þjónustuverkstæði í Víkurhvarfi 6, þar sem lögð er áhersla á að veita viðskiptavinum fyrirtækisins yfirburðar þjónustu á langflestum sviðum viðgerða og viðhalds hjólhýsa og húsbíla.

Helstu áhersluþættir verkstæðisins eru:

Standsetning hjólhýsa og húsbíla þeirra sem fyrirtækið flytur inn.


Stór þáttur í starfsemi verkstæðisins er að fara yfir og gera nýja vagna klára til afhendingar. Þó svo að fyrirtækið kappkosti að því að hafa hjólhýsin frá framleiðanda, búin á þann hátt sem viðskiptavinurinn óskar þá eru oftast einhverjir hlutir sem þarf að bæta í eins og hljómflutningstæki, sólarsellur, skyggni, hjólagrindur, gas vatnshitara, spennubreyta 12 -230 volta, sjónvarpsloftnet, gervhnattadiska, baksýnismyndavélar, lestarlúgur og sitthvað fleira. Verkstæðið fer einnig yfir alla hluti í hjólýsunum og bílum og kanna hvort allir hlutir virki ekki eins og þeim ber að gera.

Viðhald hjólhýsa og húsbíla.


Ævinlega þarf að annast einhvert viðhald á þessum tækjum eins og öðrum. Í eldri húsum getur komið fram eðlilegt slit og svo eru alltaf einhverjir sem vilja gera á sínum vögnum einhverjar breytingar. Allt almennt viðhald þessara tækja annast verkstæðið.

Ráðgjöf varðandi rekstur og meðferð hjólhýsi og húsbíla.


Það er með þessi tæki sem önnur að mikilvægt er að umgangast þau á réttan hátt, fara vel með þau. Ekki eru allir sérfræðingar í öllum hlutum og þykir fólki þá gott að geta leitað til þeirra sem best til þekkja varðand ráðleggingar og ráðgjöf varðandi eitt og annað. Tilvalið er að leita til okkar varðandi þessa hluti og má þá bæði gera það með því að senda okkur tölvupóst eða þá að hafa samband símleiðis.

Ábyrgðaskoðun.


Á árinu 2007 tókum við að okkur þjónustuskoðun á öllum nýjum hjólhýsum og húsbílum sem við höfum umboð fyrir. Farið er yfir ákveðna þætti í skoðun hvers vagns, vagninn búinn undir veturinn. Þetta tryggir að vagninn er í ábyrgð og ævinlega klár til fyrstu ferðar að vori, en auk þess tryggir þetta líka hæsta mögulega endursöluverð vagnsins.
Auk þess bjóðum við þeim sem eiga aðrar gerðir húsvagna að taka þá til þjóustuskoðunar og undirbúa þá fyrir vetrargeymslu.

Breytingar á hjólhýsum og húsbílum.


Sífellt færist í vöxt að fólk vilji gera á húsum sínum og bílum einhverjar breytingar og má þar nefna að setja hjólhýsin á loftpúða, hækka þau upp svo auðveldara verði að draga þau út fyrir alfaraleið og inn á fjallvegi.

Tjónaviðgerðir.


Alltaf má búast við því að þessi tæki okkar eins og önnur geti lent í einhverju tjóni. Mikilvægt er því að viðgerð þeirra sé unnin af fagmönnum sem kunna til verka og hafa góða reynslu í þeim hlutum.

Útvegun varahluta.


Þjónustuverkstæðið útvegar alla varahluti í þá húsvagna sem við flytjum inn. Auk þess reynum við eftir eftir fremsta megni að útvega varahluti í aðrar gerðir ferðavagna. Markmið okkar er að slíkt geti gengið fljótt og vel fyrir sig ef við eigum þá ekki til á lager.

Almenna viðgerðaþjónustu.


Þótt þú hafir ekki keypt ferðavagninn hjá okkur þá er þér velkomið að leita til okkar með alla viðgerðar og viðhaldsþjónustu hans. Við getum einnig sett allskyns aukabúnað í vagninn þinn eins og t.d. hljómflutningstæki, sólarsellur, skyggni, hjólagrindur, gas vatnshitara, spennubreyta 12 -230 volta, sjónvarpsloftnet, gervhnattadiska, baksýnismyndavélar, lestarlúgur og sitthvað fleira. Hjá okkur er fagfólk með sérþekkingu og reynslu af slikum hutum.

Vinsamlegast pantið tíma hjá þjónustuverkstæðinu í síma 557 7720.

Það er opið hjá okkur alla virka daga milli kl. 08:00 – 18:00 alla virka daga.

Víkurverk ehf

kt: 500306-1650

VSK nr. 89872

Sími 557-7720

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Víkurhvarf 6
  • 203 Kópavogur
  • Smelltu á myndina

Víkurhvarf 6

Fylgdu okkur á

Facebook

Húsbílar

Tjaldvagnar