CampLet Classic

Víkurverk hefur nú tekið við umboði fyrir Camp-let tjaldvagna. Camp-let vagnana þarf vart að kynna enda búnir að vera á markaði hér á Íslandi í yfir 20 ár. Camp-let eru þekktir fyrir gæði og ný viðmið í hönnun, efnisvali og smíði á tjaldvögnum. Í meira en 40 ár hefur Camp-let framleitt tjaldvagna í verksmiðjunum í Danmörku. Camp-let tjaldvagnarnir eru gríðarlega vandaðir. Má þar nefna að tjaldið sem er ný gerð af akrýl dúk sem gefur mun meiri endingu og betri öndun, er framleitt af hinum virta tjaldaframleiðanda, Isabella. Grindin er ryðfrí og skelin framleidd úr fiberglass.

Þeir koma með eldhúsi þar sem er helluborð, vaskur og skápar, tvö tvöföld rúm með gæða dýnum. Þeir koma allir með fortjaldi. Eins eru þeir allir á 13“ álfelgum. Þeir eru mjög auðveldir í uppsetningu, enda er fljótlegast að tjalda þeim af þeim vögnum sem mældir hafa verið. Þeir eru léttir og hægt að draga þá á öllum bílum. Það eru ekki margir bílar sem ekki meiga draga vagn sem er einungis 250/275 kg. Hægt er að fá sérstaka geymslugrind þannig að hægt er að geyma vagninn upp á hlið t.d. í bílskúr og taka þeir það mjög lítið pláss.

Víkurverk mun bjóða uppá Classic sem er 4-6 manna vagn, 18m2 með tveim tveggja manna rúmum sem eru 140x200 cm stór. Sveiflueldhús er aftan á vagninum sem er með 3 gashellur, 13 lítra vatnstank, rafmagnsvatnsdælu og vask. Classic vagninn er 250 kg að þyngd og má bera 250 kg af farangri og öðru. Dúkurinn er prufaður við ýmis skilyrði og gefur fyrsta flokks einangrun og öndun.

Hægt er að fá ýmsa aukahluti með Camp-let tjaldvögnunum eins og t.d. hjólagrind, toppgrind, yfirbreiðslur bæði til að aka með og eins til að hlífa vagninum þegar hann er í geymslu, geymslukassa á beisli, varadekk og festingu, alls kyns geymslur og aukatjöld er hægt að fá. Víkurverk bíður upp á varahlutaþjónustu og viðgerðaþjónustu fyrir Camp-let að Víkurhvarfi 6. Sýningavagn er á staðnum uppsettur.

Specifications

  • Verð án eldhúss: 995.000 kr.
  • Verð með eldhúsi: 1.245.000 kr.
  • Eigin þyngd: 250 kg.
  • Heildarþyngd: 500 kg.

01
02
03
04
05
06
08
09
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
IMG 9556
IMG 9557
IMG 9558
IMG 9560
IMG 9561
IMG 9562
IMG 9563
IMG 9564
IMG 9569
IMG 9570
IMG 9571
IMG 9572

Share this product

Víkurverk ehf

kt: 500306-1650

VSK nr. 89872

Sími 557-7720

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Víkurhvarf 6
  • 203 Kópavogur
  • Smelltu á myndina

Víkurhvarf 6

Fylgdu okkur á

Facebook

Húsbílar

Tjaldvagnar