Menu Close

Handbók hjólhýsa

Innilegar hamingjuóskir með nýja ferðavagninn og takk fyrir að velja Víkurverk sem þjónustuaðla. Við vonum svo innilega að ferðavagninn muni veita ómælda ánægju á ferðalögum hérlendis sem erlendis. 

Handbókin inniheldur margvíslegar upplýsingar sem safnað hefur verið saman í gegn um árin til að auka á öryggi og ánægju við notkun á ferðavögnum. Einnig er stiklað á stóru varðandi hleðslu og akstur með ferðavagna. Mikilvægt er að kynna sér þá þætti sem allra best.                                                                    

Víkurverk sérhæfir sig í sölu á ferðavögnum. Úrvalið nær allt frá tjaldvögnum, fellihýsum, sporthýsum, upp í  hjólhýsi og húsbíla í fallegum sýningarsal að Víkurhvarfi 6 í Kópavogi. Einnig er þar glæsileg sérvöruverslun með flestu því sem þarf til ferðalaga þar sem vörur eru valdar af kostgæfni með tilliti til gæða og endingar. Við kappkostum að veita góða þjónustu og viljum minna á hversu víðtæk starfsemi Víkurverks er.  

Verkstæði Víkurverks er í sama húsnæði og býður upp á alhliða þjónustu fyrir ferðavagna allt árið um kring. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.vikurverk.is. Ef bóka þarf tíma á verkstæðinu þá er best að hringja í síma 5577720 eða senda tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is. 

Víkurverk er einnig með gott úrval af varahlutum sem hægt er að kaupa bæði í verslun og vefverslun á www.vikurverk.is. Einnig er boðið uppá sérpantanir á varahlutum. Ef það er eitthvað sem vantar þá er um að gera hringja í síma 5577720 eða senda tölvupóst á varahlutir@vikurverk.is. 

Einnig er boðið upp á leigu á ferðavögnum og viljum við benda á heimasíðun okkar hvað það varðar. Ef nánari aðstoðar er þörf varðandi leiguna er hægt að senda fyrirspurn á verslun@vikurverk.is.     

 

Endilega kíkið sem oftast á heimasíðuna okkar því þar er að finna upplýsingar um þá ferðavagna sem til eru hverju sinni. Þar eru einnig fréttir og nýjungar í stöðugri uppfærslu. Bendum sérstaklega á Fræðsluhornið sem er heill heimur af kennsluefni og algengum spurningum og svörum. Þar má finna nytsamar upplýsingar sem starfsfólk Víkurverks hefur sett saman fyrir viðskiptavini sína til að auka á ánægju og öryggi við notkun á ferðavögnum. Gott er að geta gengið að þeim upplýsingum vísum hvar sem er og hvenær sem er. Handbók Víkurverks er líka aðgengileg á heimasíðunni. Gott er að geta flett upp í henni og einnig getur verið sniðugt að prenta hana út til að hafa í ferðavagninum. Á heimasíðunni er einnig vefverslunin okkar sem opin er allan sólarhringinn og vörur sendar hvert á land sem er.  

Opnunartími verslunar er kl. 10 – 17 virka daga, opið kl 11 – 15 laugardaga og sunnudaga í mars, apríl og maí. Opið kl 11 – 15 laugardaga í júní og júlí (athugið að lokað er á sunnudögum í júní og júlí).   
Vefverslunin á www.vikurverk.is er að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn.                      

Opnunartími verkstæðismóttöku er kl. 8 – 12 og 13 – 17 virka daga. Lokað er um helgar. Athugið að verkstæðismóttakan er staðsett á efri hæðinni, við aðalinnganginn.   

Hægt er að senda almennar fyrirspurnir á vikurverk@vikurverk.is 
Tímabókanir og ráðgjöf á verkstæðið er með netfangið verkstaedi@vikurverk.is  
Vanti varahluti er hægt að senda tölvupóst á varahlutir@vikurverk.is  
Sérvöruverslun, vefverslun og leiga eru með netfangið verslun@vikurverk.is  
Víkurverk er einnig á Facebook og Instagram  

Góða ferð hvert sem leiðir liggja     
Víkurverk 

Skráningarskylda er á ferðavögnum:  
Ferðavagnar eru skráningarskyldir á Íslandi og verða að eiga sitt fastanúmer í ökutækjaskrá. Skráningin er vottun þess að ferðavagninn hafi verið framleiddur samkvæmt gildandi reglugerðum sem samþykktar eru af stjórnvöldum. Í skráningarskírteini ferðavagnsins kemur fram skráður eigandi, framleiðslunúmer vagnsins og stærð; lengd og breidd, hæð, þyngd, leyfileg hjólbarðastærð ásamt öðrum upplýsingum. Ferðavagnar sem Víkurverk flytur inn eru framleiddir samkvæmt ströngustu öryggis- og gæðastuðlum í Evrópu og samþykktir af Samgöngustofu. Víkurvek afhendir nýja feðavagna skráða, með skoðun og númeraplötu. 

Tryggingar: 
Algegnast er að kaskótryggja ferðavagninn. Hver og einn ætti að hafa samband við tryggingafélagið sitt til að finna út hvaða trygging hentar best og kynna sér skilmála og kjör sem eru í boði. Hvíli lán á ferðavagninum gera lánastofnanir þá kröfu að vagninn sé kaskótryggður þar til lánið hefur verið greitt upp.

Tenging ferðavagnsins:
Bifreiðin sem draga á ferðavagninn þarf að geta dregið það sem kallast heildarleyfileg þyngd ferðavagnsins. Hægt er að finna upplýsingar um dráttargetuna í skráningarskírteini bifreiðarinnar. Þeir ferðavagnar sem Víkurverk flytur inn eru með tvenns konar tengibúnaði sem ræðst af því hvernig grindin er. Ýmist eru grindurnar frá AL-KO eða KNOTT, sem eru jafnframt með bestu gæðin í undirvögnum. 

Áður en tengja á vagninn þá þarf að taka stuðningsfætur vagnsins upp ef þær eru niðri. Þegar tengibúnaðurinn situr rétt á kúlu bifreiðarinnar og búið er að læsa festingunni þá þarf að losa um nefhjólið, láta það vísa aftur á bak og draga það upp og passa að það setjist alveg fast upp í litlu rásirnar báðum megin. Þá þarf að skrúfa nefhjólið alveg fast svo það haldist örugglega uppi meðan ekið er. Tengja svo öryggisvírinn og rafmagnið. Öryggisvírinn sér til þess að hemlunarbúnaður ferðavagnsins fari á losni vagninn aftan úr bifreiðinni og dregur þar með úr slysahættu. Þegar þetta allt er komið má taka handbremsuna af og ætti þá ferðavagninn að vera tilbúinn í að vera dreginn af stað.  

Það ætti ekki að þurfa mikil átök við að tengja ferðavagninn við beisli bifreiðar, en það gæti þó þurft að ýta þéttingsfast niður á handfangið til að það læsist alveg. Ef það virðist þurfa mikil átök þá gæti verið best að yfirfara allt vel og vandlega og reyna aftur. Það er mikilvægt að æfa þessi handtök vel og einnig hvernig á að aftengja. 

Mjög mikilvægt er að athuga hvort öll akstursljós virki örugglega; prófa stefnuljósin og prófa líka að stíga á bremsuna til að vera viss um að bremsuljósin virki. Ef það eru einhver ljós sem ekki virka þá gæti verið gott ráð að skoða 7 eða 13 pinna tengið því það getur fallið á það spansgræna. Það er hægt að prófa að sprauta kontakt spreyi inn í tengilinn ef ekki næst samband. Ef komin er mikil spansgræna þá er best að skipta um tengið því það er mjög erfitt að þrífa það nægilega vel. Einnig skal skipta um perur sé þess þörf. Athygli skal vakin á að þó að það sé13 pinna tengi á bifreiðinni, þá kemur fyrir að hleðslan sé ótengt og þarf þá að leita til aftur þeirra þjónustuaðila sem sáu um ísetninguna á tengibúnaðinum.  

Það er gott að búa sér til skipulag til að einfalda verkferla áður en ekið er af stað með ferðavagninn. Skylda er að hafa skrúfað fyrir gasið frammi við gaskút og einnig skal tæma vatnstankinn.
Mikilvægt er að fara inn í vagninn og tryggja að topplúgur og gluggar séu alveg lokaðir.

Festa sturtuhengi og aðra lausa hluti á baðherbergi og hafa hurðina lokaða. Passa að ekkert sé laust í svefnrými. Skilrúmsveggi þarf að festa með þeim festingum sem eru til staðar. Athuga með alla skápa og skúffur til að tryggja að allt sé lokað og læst. Fjarlægja alla lausa muni úr alrýminu. Góð venja er að ganga einn hring í kringum vagninn og líta yfir ljós, topplúgur, glugga, læsa útihurð, lúgum og gashólfi til að forðast tjón. Ef ferðavagninn er breiðari en bifreiðin sem dregur hann þá þarf að setja upp spegla áður en ekið er af stað. 

Munið að það má alls ekki setja neina feiti á kúluna því hún þarf að vera hrein og þurr til að tryggja öryggi. Það eru bremsuklossar í beislinu sem skemmast ef smurt er á kúluna. Strangar reglur gilda um gerð hemlakerfa hjólhýsa til að stuðla að sem mestu öryggi í umferðinni. Það er ekki óeðlilegt að það heyrist smellir eða brak frá beislinu til að byrja með, sérstaklega ef vagninn er nýr. Það getur líka verið að krókurinn sé skítugur eða að púðarnir innan í beislinu séu orðnir skemmdir. Það gæti þurft að þrífa púðana og kúluna með fituhreinsi, einnig getur minnsta rispa á kúlunni myndað brakhljóð. Ef púðarnir eru orðnir slitnir er æskilegt að panta tíma á verkstæði Víkurverks í síma 5577720 eða senda tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is til að láta gera við. 

 

Handbók

Rétt hleðsla mikilvæg: 
Miða skal við að hafa hleðsluna sem jafnasta í ferðavagninum. Vagninn er byggður þannig að fyllsta jafnvægis er gætt milli þyngdar framan og aftan í vagninum og eins hvað varðar hliðar hans. Mikilvægt er að raska ekki jafnvæginu til að halda stöðugleika hans réttum. Varðandi hleðsluna sjálfa þá er æskilegast að hafa þyngdina framar þannig að þyngdin komið niður á beisli, frekar en aftarlega. Ef vagninn er of þungur að aftan getur hann rásað í akstri sem getur skapað mikla hættu og valdið slysum.  

Varast skal að ofhlaða vagninn. Það má bara vigta ákveðið mikið niður á kúluna á bílnum. Hver og einn ætti að kynna sér málið til að hafa allt á hreinu varðandi sína bifreið. Munið að alltaf á að skrúfa fyrir gasið frammi við kút og tæma vatnstankinn áður en ekið er af stað með ferðavagninn. Gott er að fara yfir loftþrýsting í hjólbörðum bæði á bifreiðinni og ferðavagninum sjálfum (yfirleitt er hægt að sjá á miða í gashólfinu á hjólhýsum hver loftþrýstingurinn á að vera, einnig á hjólahlífinni í mörgum tilfellum).  

Mikilvægt er að sá sem ferðast og býr í ferðavagni geri sér grein fyrir því að ekki er um sama styrk innréttinga og húsbúnaðar að ræða og í almennu húsnæði. Í ferðavögnum er kappkostað að hafa allt sem léttast en jafnframt sterkt. Pláss er nýtt til hins ýtrasta og hlutunum haganlega komið fyrir. Mikilvægt er að beita ekki afli við notkun. Yfirleitt er frekar spurning um lagni heldur en að beita afli. Efri kojur bera yfirleitt ekki nema 70-80 kg þunga og eru ekki hugsaðar sem leiksvæði. 

Annað sem vert er að benda á er hvernig best er að raða farangri og vistum í skápa og hirslur ferðavagnsins með það að markmiði að raska ekki því jafnvægi sem hann er hannaður fyrir. Miða skal við að hafa þyngdarpunktinn sem neðstan því það eykur á stöðugleika. Hafa þann farangur og matvöru sem er þyngst í neðri hirslum og það sem er léttara í efri hirslum og skápum.  

Í sumum gerðum ferðavagna eru útdraganlegar skúffur og/eða grindur í skápum og því mikilvægt að læsa þeim alltaf áður en ekið er af stað, annars geta þær brotnað og valdið enn meira tjóni. Einnig þarf að passa upp á að allir skápar séu vel lokaðir. Varist að hafa of þungt í skúffum til að koma í veg fyrir tjón. Varist einnig að hafa borðbúnað úr gleri því það er bæði þyngra og meiri líkur á tjóni. Oftast er miði í skúffum sem skilgreinir hámarks burðargetu þeirra. 

Áríðandi: Nauðsynlegt er að hlaða ferðavagninn aldrei umfram það sem framleiðandi gefur upp sem heildarleyfilega þyngd. Jafnframt er nauðsynlegt að fylgja eftir fyrirmælum framleiðanda um það hvernig hlaða skuli vagninn þannig að þyngdin hvíli á burðarásum tækisins. Hleðslugeta vagna er mjög mismunandi. Burðargeta er mismunurinn á eiginþyngd og heildarleyfilegri þyngd. Hafa ber í huga að sá aukabúnaður sem settur er á ferðavagninn bætist við eiginþyngd hans. Það gæti verið öruggast að fara með ferðavagninn sinn á vigt til að vita stöðuna nákvæmlega. Varist að hlaða vagninn of afturþungan því það getur valdið því að vagninn rási í keyrslu og stóraukið slysahættu. 

Hjólbarðar – Áríðandi: Mæla þarf loftþrýsting í hjólbörðum ferðavagnsins reglulega og hafa hann réttan samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda. Fylgjast þarf með sliti hjólbarða, sérstaklega missliti, því það getur orsakast af röngum loftþrýstingi. Hægt er að sjá á límmiða inni í gashólfinu, einnig á hjólahlífinni í mörgum tilfellum, sem segir til um réttan loftrýsting. Einnig getur rangt hjólabil orsakað misslit. Ekki er óalgengt að hjólabil breytist við notkun vagnsins og er því nauðsynlegt að fylgjast sérstaklega vel með því. Það er hægt að stilla hjólabilið á sumum vögnum, öðrum ekki og ef það er skakkt á þannig vögnum þá hefur hjólabúnaðurinn orðið fyirir höggi og skekkst og þá er nýr öxull það eina í stöðunni. 

Akið varlega og eftir aðstæðum: 
Gætið þess að aka varlega því það er allt annað að aka með aftanívagn en að aka aðeins bifreiðinni sjálfri. Akið aldrei yfir uppgefinn hámarkshraða. Hafið einnig í huga að uppgefinn hámarkshraði er alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður. Sýnum kurteisi og tillitssemi í umferðinni og ökum miðað við aðstæður hverju sinni. 

Mikilvægt að stilla ferðavagninn alltaf vel af á áfangastað:  
Best er að finna stað sem er nokkuð sléttur. Það er nauðsynlegt að stilla hallann á vagninum til að koma í veg fyrir að það komi skakkt átak á undirvagninn og þar af leiðandi húsið sjálft og draga þar með úr líkum á að valda skemmdum. Gott er að eiga afréttiklossa og fínstilla svo með því að nota stuðningsfæturnar og nefhjól vagnsins. Varast ber að nota stuðningsfæturna sem tjakka til að lyfta vagninum. Þeir eru einungis til þess að gera vagninn stöðugri. Gott er að notast við hallamál þegar verið er að fínstilla því mikilvægt er að gólfflöturinn sé láréttur. Einnig er hægt að nota nefhjólið til að hjálpa til við að ná réttum halla. Líklegt er að jörðin sígi eitthvað undan þunga ferðavagnsins. Algengt að nota tréplatta, málmplatta eða svokallaða fílafætur undir stuðningsfæturnar svo þeir sökkvi síður niður í svörðinn. Skoða í vefverslun

Sé ætlunin að tengjast
landrafmagni þegar komið er á áfangastað er best að byrja á því að tengja við það. Mikilvægt er að hafa allar framlengingarsnúrur vandaðar því þær þurfa að þola regn og jafnvel átroðning. Eftir því sem snúran er lengri því meiru tapar hún af raforku. Æskilegt er að hafa að minnsta kosti 2,5 kvaðrata snúru til að flytja ferðavagninum rafmagn. Leggið snúruna þannig að ekki stafi hætta af henni til að forðast slysin. Ef snúran er á kefli er nauðsynlegt að vefja hana alla af keflinu fyrir notkun til að draga úr hættu á ofhitnun. Mikilvægt er að verja samtengingar á snúrunni vel
gegn regni og uppstreymi daggar úr jörðinni.
Um l
eið og ferðavagninn er tengdur við landrafmagn nýtist þtil rafmagnsnotkunar í ferðavagninum og einnig fer strax af stað hleðsla inn á rafgeymi ferðavagnsins. Skoða í vefverslun

Varðandi tæki sem ganga fyrir gasi þá er mikilvægt er að venja sig á að kveikja fyrst á eldavélinni og láta hana ganga í nokkrar mínútur. Það er góð leið til að losna við það loft sem er í gaslögninni áður en kveikt er á öðrum og viðkæmari tækjum svo sem kæliskáp og miðstöð.  

Handbók

Gaskúturinn: 
Margir kjósa að hafa tvo gaskúta og eru vissulega ákveðin þægindi í því. Víkurverk standsetur ferðavagninn með skrúfanlegu gastengi (ekki fyrir smellugas). Þegar búið er að tengja og ganga frá gaskútnum frammi í geymsluhólfinu þá skal skorða hann tryggilega með ólunum sem þar eru. Plastkútar hafa rutt sér til rúms á síðustu árum en það er auðvitað val hvers og eins hvernig kútur er fyrir valinu. Víkurverk selur ekki gaskúta en við bendum á bensínstöðvar hvað það varðar. Munið alltaf að sýna aðgát við notkun á gasi. 

Skipt um gaskút: Mikilvægt er að fara að öllu með gát þegar gas er notað því gas er eldfim lofttegund og þyngri en andrúmsloftið og sækir því niður í átt að gólfi (eða neðsta hluta þess rýmis sem það er í). Athugið að þegar skipt er um gaskút þá þarf að herða sérstaklega vel að festingunni til að tryggja að gasleki geti ekki átt sér stað. 

Áríðandi: 
Alltaf skal skrúfa fyrir gasið frammi við kútinn áður en ekið er af stað með ferðavagninn, einnig skrúfa fyrir gasið þegar vagninn er ekki í notkun. Festa þarf gaskúta vel og vandlega í þar til gerða gasgeymslu í vagninum. Aldrei má loka fyrir útöndun gasgeymslunnar þar sem öndun út úr botni hennar er nauðsynleg ef upp kemur gasleki.

Verkstæði:
Verkstæði Víkurverks er búið að þrýsitprófa og lekaprófa gaslagnir á nýjum ferðavögnum áður en eigandinn fær hann til notkunar. Allir ættu að láta yfirfara gasleiðslur í ferðavögnum sínum reglulega, að minnsta kosti á tveggja til þriggja ára fresti, þrýstiprófa þær og kanna leka. Við viljum benda á að slíkt er innifalið í Þjónustuskoðun og Ábyrgðarskoðun (link) sem verkstæði Víkurverks annast. Tímabókanir í síma 5577720 og á verkstaedi@vikurverk.is 

Það eru öryggislokar fyrir eldavél, ísskáp og miðstöð í hjólhýsunum. Yfileitt eru þeir staðsettir í efstu skúffunni í eldhúsinu. Þeir eru fyrst og fremst öryggi því ef eitthvað af þessum tækjum bilar, þá er hægt að loka fyrir það tæki sem bilaði, en hafa samt áfram möguleika á að nota hin tækin þrátt fyrir það.   

Verkstæði Víkurverks er búið að þrýsitprófa og lekaprófa gaslagnir á nýjum ferðavögnum áður en eigandinn fær hann til notkunar. Allir ættu að láta yfirfara gasleiðslur í ferðavögnum sínum reglulega, að minnsta kosti á tveggja til þriggja ára fresti, þrýstiprófa þær og kanna leka. Við viljum benda á að slíkt er innifalið í Þjónustuskoðun og Ábyrgðarskoðun sem verkstæði Víkurverks annast. Tímabókanir í síma 5577720 og á verkstaedi@vikurverk.is 

 Það eru öryggislokar fyrir eldavél, ísskáp og miðstöð í hjólhýsunum. Yfileitt eru þeir staðsettir í efstu skúffunni í eldhúsinu. Þeir eru fyrst og fremst öryggi því ef eitthvað af þessum tækjum bilar, þá er hægt að loka fyrir það tæki sem bilaði, en hafa samt áfram möguleika á að nota hin tækin þrátt fyrir það.   

MISMUNANDI MIÐSTÖÐVAR Í FERÐAVÖGNUM: 

TRUMA S
Truma S er gasmiðstöð með blæstri. Ofninn er sýnilegur og það heyrist blásturshljóð þegar miðstöðin er að vinna. Hver og einn lærir á sig og sitt hýsi hvernig best er að hafa hitastillinguna til að ná sem bestu hitastigi. Hægt er að bæta Ultra Heat rafmagnshitara við Truma S miðstöðvar. Ultra Heat rafmagnshitari virkar eingöngu þegar ferðavagninn er tengdur við landrafmagn. 

Athugið að aldrei má nota bæði gaskyndingu og rafmagnshitarann bæði í einu. Hægt er að láta setja Ultra Heat í ferðavagninn á Verkstæði Víkurverks. 

Í hýsinu er 5L vatnshitari sem gengur fyrir 230V og þarf því að tengja við landrafmagn til að fá heitt neysluvatn. Byrja þarf á að opna fyrir heita vatnið í blöndunartækjum til að fylla inn á kútinn og hafa blöndunartækin opin þar til rennur vel í gegn, loka þá fyrir. Því næst þarf að veikja á vatnshitaranum og bíða í allt að 20 mínútur til að fá heitt vatn. 
spurning hvort þið viljið myndir af öllu þessu dóti??  

Til þess að kveikja á Truma S miðstöðinni þarf að snúa hnappnum á 3. Hann byrjar að gefa neista um leið og honum er snúið. Það þarf að halda hnappnum niðri þar til loga er náð, halda í smá stund eftir að loga er náð og þá má sleppa og logi ætti að haldast sjálfur. Sleppið hnappnum eftir um 10 sekúndur, þá á að vera kominn logi (vökulogi) sem sést í gegn um lítinn glugga á miðstöðinni. Komi loginn ekki skuluð þið byrja aftur og reyna tvisvar til þrisvar í viðbót. 

Ef allt kemur fyrir ekki gætið þá að hvort nægt gas sé á gaskútnum eða hvort einhvers staðar er lokað fyrir gasið. Ef loginn sést í glugganum þá hefur miðstöðin farið af stað og þá er hægt að stilla blásturshraðann og hversu mikinn hita þarf að fá, frá 1 – 5. SLP miðstöðvarnar eru með rafhlöðu kveikingu. Í þeim er loga náð þegar miðstöðin hættir að tifa. Það ætti að heyrast í neistagjafanum um leið og hnappnum er snúið, ef ekki þá gæti rafhlaðan verið tóm eða eitthvað bilað. Prófið að skipta þá um rafhlöður og reyna aftur. Rafhlöðurnar eru AA stærð. Gott er að gæta þess að hafa ávallt auka rafhlöður meðferðis.  

COMBI er gasmiðstöð með blæstri og er einnig vatnshitari. Gengur eingöngu fyrir gasi. Ekki er hægt að hita með því að tengja við landrafmagn (ekki hægt að bæta við hana Ultra Heat rafmagnshitara). Einfalt er að stilla á þann hita sem kosið er að hafa í ferðavagninum. Hægt er að nota miðstöðina eingöngu til að hita upp ferðavagninn eða hita neysluvatnið eingöngu og svo er auðvitað hægt að hita hvorutveggja í einu. 

COMBI E er gasmiðstöð sem gengur bæði fyrir gasi og landrafmagni. Hægt að fá heitt neysluvatn hvort sem notast er við gas eða landrafmagn. Einfalt að stilla á þann hita sem kosið er að hafa. Það er enginn ofn sýnilegur en það heyrist í blæstri þegar miðstöðin er að vinna. 

ALDE miðstöðvarkerfi er lokað vökvakerfi í úthring hýsisins sem gefur jafnan hita hvar sem er í hýsinu. Í lögnunum er sérstakur Aldevökvi og vatn í ákveðnum hlutföllum. Einfalt er að stilla á þann hita sem kosið er að hafa. Það er enginn ofn sýnilegur og það heyrist ekki blásturshljóð þó miðstöðin sé að vinna. Áfyllingartankur kerfisins er oftast inni í fataskáp. Mikilvægt er að ekki vanti á hann vökva og gefur kvarðinn til kynna hver vökvahæðin á að vera. Vökvamagnið ætti að vera milli Min og Max þegar vökvinn er kaldur. Bætið á aldevökva í réttum hlutföllum ef vökvamagnið fer niður að Min merkinu þegar vökvinn er kaldur.  

Rafmagns vatnshitari: 
Það er hægt að hafa 5 L rafmagns vatnshitara í ferðavagninum til að fá heitt neysluvatn. Það þýðir einfaldlega að ferðavagninn þarf að vera tengdur við landrafmagn til að hægt sé að hita neysluvatnið. Rafmagns vatnshitarinn hitar vatnið í 55°C stöðugt. 

Gasboiler vatnshitari: 
Hægt er að fá gasboiler í ferðavagninn til að hita neysluvatnið. Þetta er vel einangraður vatnstankur sem knúinn er gasi (eða gas og rafmagn). Venjuleg stærð hans er 14 L og nær hann að hita það vatnsmagn upp í um 70°C. Stjórnborð boilersins er inni í hjólhýsinu og þar er thermostat þar sem stillt er á það hitastig sem kosið er að hafa á heita vatninu. Boilerinn er ekki í gangi nema þegar hitastigið í honum er komið niður fyrir það sem stillt er á. Þar er líka rofi til þess að kveikja og slökkva.  

Handbók

GÓLFHITI Í  HJÓLHÝSUM:
Það er um tvennt að velja þegar það er í boði að hafa gólfhita í hjólhýsum, annars vegar rafmagnsgólfhita og hins vegar aldególfhita.    
                                                           
 
RAFMAGNSGÓLFHITI:
Er hitamotta sem lögð er í gólfið og liggur yfirleitt langsum fyrir miðju hýsisins. Rafmagnsgólfhiti virkar eingöngu þegar hýsið er tengt við landrafmagn. Athygli er vakin á því að það má ekki hafa teppi eða ábreiðu á gólfinu þegar kveikt er á gólfhitanum.  
                                      
 
ALDEGÓLFHITI:
Er lokað vökvakerfi sem lagt er í gólfið í alrými hýsisins. Í lögnunum er aldevökvi og vatn í ákveðnum hlutföllum. Eingöngu er hægt að fá aldególfhita ef það er aldemiðstöðvarkerfi í hýsinu því aldególfhitinn er inná sama kerfi og alademiðstöðvarkerfið (sömu stýringar, sama áfylling). Hægt er að nota aldególfhita hvort sem notast er við gas eða landrafmagn. Athugið að þó að það sé aldemiðstöð/hitakerfi í hýsinu þá þýðir það ekki að það sé alltaf aldególfhiti. Einna helst er aldególfhiti í hýsum sem hafa verið hönnuð sérstaklega til að vera svokölluð heilsárshús. 

Gluggar og lúgur: 
Gluggar ferðavagna eru með tvenns konar gluggajárnum og spennu sem halda gluggum vel lokuðum eins og mynd nr? sýnir. Hakinu (1) er snúið í 90°.  
Takið eftir því að tvær raufir eru í festingunni og er glugginn ekki alveg lokaður nema festingin sé í innra hakinu. Ytra hakið er einkum til þess að gefa smá loftræstingu í hýsinu ef ekki hentar að hafa gluggann opinn upp á gátt.  
Ein gerð gluggajárna er eins og mynd nr? sýnir. Losað er á skrúfunni og hún svo hert í þeirri stöðu sem ætlunin er að hafa gluggann opinn í.  
Hitt gluggajárnið er þannig að það læsist sjálft í ákveðinni stöðu en þegar á að loka glugganum þá þarf að opna hann fyrst upp á gátt og loka síðan mynd nr? sýnir.  

Loftræsting: 
Hjólhýsið er byggt á þann veg að öll loftskipti og loftflæði sé mjög þægilegt fyrir notendur. Lofttúður eru á þaki hýsisins og einnig á botni (algengt undir bekkjunum). Nokkur atriði geta þó valdið röskun á þessu loftflæði og má þar nefna þegar mikið er soðið á eldavélinni eða þegar blautur fatnaður er hafður til þerris inni í ferðavagninum, þá getur verið mikilvægt að lofta út. Opna loftlúgur og jafnvel glugga ef hægt er og flýta þannig fyrir loftskiptum í ferðavagninum. Það kemur líka í veg fyrir rakamyndun og að sjálfsögðu gefur það betra andrúmsloft. 

Áríðandi: 
Mikilvægt er að allir gluggar séu tryggilega lokaðir þegar ferðavagninn er dreginn milli staða. Nauðsynlegt er að loka alveg niður að þéttilistum þannig að ekki komist neinn vindur inn með þeim og til að koma í veg fyrir að gluggar og lúgur geti fokið upp. Athugið að það er ekki nægilegt að aka með glugga eða lúgur bara læsta á næturstillingu. Sé ferðavagninn látinn standa ónotaður yfir langan tíma skal draga myrkvunartjöldin fyrir til að forðast hitasveiflur og sagga. 

Topplúgur: 
Stærstu topplúgurnar í ferðavögnum eru  Panorama gluggi og Midi Heki II lúga. Til að opna þarf að þrýsta hnappi á festingu (nr 1) inn og snúa, síðan skal lyfta lúgunni með handfanginu (nr 2) og þá er hægt að festa handfangið. Mikilvægt er að venja sig á að festa það því lítill vindgustur getur auðveldlega feykt lúgunum upp og gæti það auðveldlega valdið stóru tjóni. Lúgurnar eru nokkuð stórar og bara festar á þremur lömum sem halda þeim við þakið.  
Minni lúgurnar eru einnig festar svona en að auki með festingu til hliðanna líka, sem gerir þær stöðugri en það þarf þó að sýna sömu aðgát og festa þær vel svo þær fjúki ekki upp við minnsta vindgust. 

Kæliskápar: 
Kæliskápar í ferðavögnum eru útbúnir þannig að þeir geta notað þrjá orkugjafa, það er 12 V, 230 V og gas. Almenn umgengni við kæliskápa í ferðavögnum er eins og um heimiliskæliskápinn, aðeins er mismunur hvað varðar orkugjafa. Hvernig svo sem kæliskápurinn er í vagninum þá er mikilvægt að hann sé vel lokaður og læstur þegar vagninn er á hreyfingu. Ef ferðavagninn er ekki í reglulegri notkun þá ráðleggjum við að taka strauminn af kæliskápnum og fjarlægja öll matvæli úr honum. Gott er líka að stilla hurðina þannig að hún sé aðeins opin. Athugið að flestir kælar bjóða sérstaklega uppá þá stillingu.  

230 Volt: 
Færið stillihnappinn á 230 V. Þá kviknar lítið ljós sem segir til um að kæliskápurinn hafi náð sambandi við landrafmagn og sé farinn að vinna. Kæliskápurinn er viðkvæmur fyrir spennufalli og lágri spennu. Við ráðleggjum að nota kælinn helst á gasinu þegar verið er á tjaldsvæðum því þar eru miklar líkur á því að fá sveiflur á rafmagnið 

Gas: 
Kæliskápar í nýustu vögnunum kveikja upp sjálfvirkt, þeir láta vita með villuboði ef það gekk ekki að kveikja. Á flestum kæliskápum er rauð nál framan á sem fer frá hvítu yfir á grænt þegar kominn er logi.  
Athugið að í eldri vögnum gæti þurft að snúa hnappnum yfir á gas (í sumum þarf að halda hnappnum niðri) og ýta á smelluhnapp eða halda niðri neistagjafa. Ef kæliskápurinn er þannig þá er í sumum tilfellum hægt að sjá vökulogann inni í kæliskápnum í gegn um lítið auga sem oft er fyrir miðju inni í skápnum. 

Áríðandi:  
Mikilvægt er að læsa kæliskápnum áður en ekið er af stað með ferðavagninn. Ef frystihólfið er aðskilið þarf að læsa því líka. Gætið þess að hafa ekki opin ílát, flöskur eða mjólkurfernur í kælinum svo að ekki sullist niður þegar ekið er með vagninn. Einnig skal passa að hafa ekki of þunga hluti í hillum og hólfum í hurðinni á kæliskápnum. 

ATHUGIÐ: Bannað er að aka með ferðavagn með kveikt á kæliskáp á gasi. Það getur skapast mikil eldhætta og getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er skylda að skrúfa fyrir gas frammi við kút áður en ekið er af stað. 

Eldavélar: 
Í ferðavögnum eru gaseldavélar með svokölluðum öryggisloka, sem sér um að loka fyrir gasstreymið ef eldurinn slökknar af öðrum orsökum en gasleysi. Hérlendis má ekki selja gaseldavélar nema þær séu með þann búnað. 

Þegar kveikt er á eldavélinni er takkanum snúið og þrýst niður. Haldið takkanum niðri í nokkrar sekúndur eftir að fer að loga, sleppið þá og veljið það logamagn sem hentar (frá 1 til 3). Gætið þess að aldrei séu eldfimir hutir nálægt hellunni til að forðast slysin. Eldavélar í ferðavögnum eru svo eins og eldavélar í heimahúsum hvað varðar notkun. Velja skal hellu eftir stærð potta. Lítill pottur á stórri hellu skapar meiri hættu. 

Einnig er mikilvægt að leggja ekki lokið ofan á vélina eftir notkun, fyrr en hún er köld. Glerið þolir ekki hitann af loganum og gæti því sprungið í mjög smáan salla. 
 

Eldhúsið skipulagt: 
Skipuleggja eldhúsið eins vel og kostur er. Venja sig á að vatn er af takmörkuðu leyti og gott að temja sér að fara sparlega með það. Algengast er að vera með um 50 L tank en það vatnsmagn er til notkunar bæði fyrir heitt og kalt neysluvatn. Það getur verið mismur milli tegunda ferðavagna hver stærð hitakútanna er. Hægt er að hafa gasboiler til að hita upp neysluvatnið, en þeir eru misstórir eftir kerfum. Þeir sem eru með Alde kerfi eru með 8,4 L heitavatnskút og Truma Combi er með 10 L kút.  

Best er að raða matvælum í skápa og hirslur ferðavagnsins með það að markmiði að raska ekki því jafnvægi sem hann er hannaður fyrir. Miða skal við að hafa þyngdarpunktinn sem neðstan því það eykur á stöðugleika. Hafa þá matvöru sem er þyngst í neðri hirslum og það sem er léttara í efri hirslum og skápum. Einnig skal passa að hafa ekki of þunga hluti í hillum og hólfum í hurðinni á kæliskápnum. 

Í sumum gerðum ferðavagna eru útdraganlegar grindur í skápum og skúffur og því mikilvægt að læsa þeim alltaf áður en ekið er af stað, annars geta þær brotnað og valdið enn meira tjóni. Einnig þarf að passa upp á að allir skápar séu vel lokaðir. Varist að hafa of þungt í skúffum til að koma í veg fyrir tjón. Varist einnig að hafa borðbúnað úr gleri því það er bæði þyngra og meiri líkur á tjóni. Oftast er miði í skúffum sem skilgreinir hámarks burðargetu skúffunnar. 

Handbók

Almenn þrif innan í ferðavagninum: 

Áklæði:
Best er að þrífa tauáklæði með volgu vatni til að draga úr líkum á blettamyndun. Leðuráklæði skal þrífa með sérstökum leðurhreinsiefnum. 

Gluggatjöld:
Æskilegt er að setja gluggatjöld í þurrhreinsun því hætt er við að þau skemmist eða hlaupi ef þau eru þvegin í þvottavél.  

Húsgögn:
Húsgögnin í ferðavögnum má þvo líkt og önnur húsgögn og strjúka af borðplötum og bekkjum líkt og í eldhúsinu heima. Gætið þess þó að nota ekki grófa klúta því þeir gætu rispað plasthúðina á borðplötunni. Hliðar húsgagnanna og veggi er í lagi að þrífa með rakri tusku og nota milda sápublöndu. 

Eldavél og vaskur:
Byrjið á að lyfta upp glerinu. Því næst taka grindurnar af, en það er gert með því að kippa í þær þá koma þær upp. Gætið þess að plasttapparnir glatist ekki. Best er að þvo grindurnar upp úr heitu vatni og bursta með uppþvottabursta. Botninn á vélinni er best að þrífa með blautri tusku, varist að nota bursta sem gæti rispað og alls ekki stálull til þess að ná óhreinindum því slíkt gæti rispað eldavélina og eyðilagt. Passið að ekkert rusl eða þess háttar fari ofan í gasraufarnar. Gætið þess einnig að aldrei komist vatn ofan í gaslagnirnar. Gasspíssana sjálfa getur verið gott að bursta með litlum mjúkum bursta en passa þarf að óhreinindi fari ekki ofan í spíssana. Eldhúsvaskinn ætti að þrífa með sápuvatni, alls ekki að nota stálull til að fjarlægja óhreinindi úr vaskinum. 

Kæliskápur: Þrif á kæliskápum í ferðavögnum svipar til þrifa á heimiliskæliskápum. Notið einungis mjúka klúta, mild hreinsiefni og vatn við þrifin á kæliskápnum. Ef ferðavagninn er ekki í reglulegri notkun þá ráðleggjum við að taka strauminn af kæliskápnum og fjarlægja öll matvæli úr honum. Gott er líka að stilla hurðina þannig að hún sé þá aðeins opin, flestir kælar bjóða sérstaklega uppá þannig stillingu. 

Baðherbergið:
Plasthluti baðherbergisins má aðeins þrífa með mildri sápublöndu og vatni.Til að koma í veg fyrir að skemma glansann á plasthluta innréttinganna notið þá eingöngu mild hreinsiefni, bannað er að nota kemísk efni svo sem lakkhreinsi, terpentínu, naglalakkleysi eða önnur skyld efni til að þrífa með.  

Salernið:
Notið einungis mild hreinsiefni til að þrífa plasthluta salernis. Sé passað upp á að blanda sótthreinsiefni (bleika efninu) í réttum hlutföllum í vatnskassa salernisins er ekki mikil hætta á að óhreinindi myndist og safnist upp. Tekið skal fram að það eru ekki alveg allir ferðavagnar með sér vatnskassa fyrir salernið og þá er ekki hægt að nota bleika sótthreinsiefnið í þá vagna. Rotþró (kasettu) salernis er best að skola með hreinu köldu vatni í hvert skipti sem hún er tæmd. Yfirleitt er auðvelt að komast í rennandi vatn hérlendis því víðast hvar er rennandi vatn við hlið þeirra niðurfalla sem ætluð eru til losunar. Þegar búið er að losa úr kasettunni ætti að setja niðurbrotsefni (bláa efnið) í kasettuna í bland við rétt vatnsmagn og þá er hún tilbúin til áframhaldandi notkunar. Einnig er gott að setja sápu í af og til og láta standa í og skola svo úr. 

Mikilvægt að þrífa ferðavagninn rétt að utan: 
Nauðsynlegt er að nota einungis þar til gerð og viðurkennd mild efni við þrif á ferðavagninum utan sem innan. Það getur reynst dýrkeypt að nota  röng efni og áhöld. Efni sem eru of sterk geta skemmt plastið í gluggum og topplúgum og jafnvel valdið tæringu. Passa þarf sérstaklega að nudda ekki glugga og töpplúgur með kústum eða öðrum hreinsitækjum því það rispast auðveldlega. Einungis nota mild viðurkennd efni og rétta klúta. 

Þrif á ferðavagninum að utan: 

Gluggar: 
Aldrei nota þvottakúst á gluggana 
Notaðu alltaf hreinsiefni sem er sérstaklega hannað til að þrífa akrýl. 
Notaðu alltaf nýjan mjúkan klút til að þrífa akrýl. 
Notaðu aldrei klút sem áður hefur verið notaður til að þrífa aðra heimilishluti.
Gamlir klútar geta haldið í sér óhreinindum og efnaleifum sem geta rispað eða skaðað akrýlið.
 


Vættu klútinn alltaf þegar þú hreinsar akrýl yfirborð. Það er tiltölulega auðvelt að rispa akrýl.
  
Notaðu aldrei snúningsvélabúnað. Power polisher getur ofhitað akrýlið og skemmt yfirborðið. 
Það er mikilvægt að taka fram að þú ættir aldrei að nota gluggahreinsiefni eða önnur sótthreinsiefni sem innihalda ammoníak eins og Windex þar sem þessar vörur munu gera meiri skaða en gagn. 

Undirbúningur: 
Forðastu að þvo á sólríkum dögum þar sem sólin mun þurrka ferðavagninn of fljótt og skilja eftir sáputauma. 
Notaðu eingöngu hreinsiefni sem eru sérstaklega hönnuð fyrir hjólhýsi eða húsbíla. Efni sem ætluð eru til heimilisþrifa gætu gert meiri skaða en gagn. 
Við mælum með Active Foam kvoðusápu eða Nautilus. Fáanlegt í verslun Víkurverks og á vefverslun.  

Þrif: 
Skola hjólhýsið með köldu rennandi vatni til að fjarlægja allt laust rusl eins og mosa, lauf, sand og aðra drullu til að koma í veg fyrir að það nuddist í lakkið þegar þrifið er. Skola alltaf frá toppi til botns. 

Forðastu að nota háþrýstidælu nema hægt sé að stjórna vatnsþrýstingnum. Ef þvegið er með háþrýstidælu þarf að passa vel uppá límmiða og fara varlega í kringum topplúgur og ristar til að koma í veg fyrir að vatnið komist inn í vagninn. 

Úðið sápu yfir hýsið og nuddið inn með svampi eða mjúkum bursta. Ekki leyfa því að þorna. Skolið af með hreinu rennandi vatni og farið vel yfir hjólhýsið til að vera viss um að öll sápa hafi farið af. 

Passa skal þegar tjöruhreinsa þarf hýsið að alls ekki má úða tjöruhreinsi yfir allt hýsið því tjöruhreinsir leysir upp kítti. Bleytið frekar klút með tjöruhreinsi, berið á viðeigandi svæði og nuddið svo tjöruna af, skolið vel yfir svæðið með köldu rennandi vatni. 

Bón: 
Mælt er með að bóna ferðavagninn að minnsta kosti einu sinni á ári. 
Flest bónefni er hægt að nota en við mælum sérstaklega með RV & Caravan polish sem fæst í verslun Víkurverks og í vefverslun.  
Best er að vinna ekki með of stóra bletti í einu. 
Reyndu að forðast að bón fari á gúmmíþéttingar og áferðarplast. 
Eftir að bónið hefur verið nuddað á þarf að bíða í 15 – 20 mín áður en það er þurrkað af með bóntusku.
Skoða efni í vefverslun

Handbók

Vatnstankurinn: 
Í langflestum  hjólhýsum frá Víkurverk er um 50 L ferskvatnstankur. Mikilvægt er að setja aldrei neitt annað á vatnstankinn en hreint vatn og gæta þess þegar vatnið er sett á, að ekki berist nein óhreinindi í vatnið, né á lok tanksins, því öll óhreinindi geta valdið óværu í tanknum. Gott getur verið að setja Aqua clean dropa eða töflur í neysluvatnið því það getur komið í veg fyrir að einhver gerlamyndun eigi sér stað í tanknum þó svo að í hann berist vatn sem er ekki nægilega hreint. Standi hreint vatn lengi í tanknum myndast alltaf einhver óhreinindi í því. Athugið sérstaklega að eigi hjólhýsið að standa lengi ónotað getur verið gott að tappa vatninu af og hafa botnfallsloka opinn. 

Hagnýtar upplýsingar varðandi neysluvatnið:  
Drykkjarvatn verður að vera laust við bakteríur. Almennt séð er vatn á Íslandi í háum gæðaflokki. Engu að síður geta þó gerlar fundist í drykkjarvatni. Gerlamyndun getur líka átt sér stað ef vatn er geymt yfir langan tíma. Gerlar geta einnig fundist í slöngum og krönum á stöðum þar sem aðstaða er til að fylla á vatnið. Sérstaklega geta þó endar á vatnsslöngum mengast af gerlum vegna óhreinna vatnstanka frá fyrri notendum eða óhreinni geymslu. 

Til þess að hafa drykkjarvatnið hreint og til þess að geta geymt drykkjarvatn í lengri tíma mælum við eindregið með notkun Aqua clean því það inniheldur silfur og er bakteríudrepandi og spornar gegn gerlamyndun. Það tekur að minnsta kosti tvær klukkustundir að fá fulla virkni og getur vatnið haldist gerilsnautt í allt að sex mánuði. Aqua clean er bæði bragð- og lyktarlaust. Silfurmagn í Aqua clean fer ekki yfir það magn sem uppgefið er sem hámark hjá íslenskum yfirvöldum og er samþykkt af Hollustuvernd ríkisins.  

Notkunarleiðbeiningar:
Setjið eina töflu í vatnstankinn fyrir hverja 20 L af vatni í hvert skipti sem fyllt er á tankinn. Fáanlegt ýmist í töfluformi eða fljótandi formi í verslun Víkurverks og í vefverslun
www.vikurverk.is (?link) 

Hreint vatnskerfi:  
Mikilvægt að halda vatnskerfinu í ferðavagninum hreinu. Best er að hreinsa það að minnsta kosti einu sinni á ári, til dæmis þegar ferðavagninn er tekinn úr vetrargeymslu. Við mælum með Vandtankrens vatnstankahreinsi sem stuðlar að bakteríufríu vatnskerfi og spornar gegn örverumyndun. Vandtankrens skilur ekki eftir sig bragð eftir notkun og litar ekki slöngur.  

Notkunarleiðbeiningar:
Fyllið vatnstankinn að ¾ með hreinu vatni og hellið 1 L af vatnstankahreinsi pr/100L tank (1/2 L fyrir 50 L tank) og fyllið síðan upp með hreinu vatni. Opnið öll blöndunartæki og látið renna þar til freyðir úr þeim, þá loka fyrir. Láta liggja í kerfinu í 2 – 5 daga. Eftir það skolið kerfið mjög vel, alveg þar til hættir að freyða úr blöndunartækjunum. Vandtankrens fæst í verslun Víkurverks og í vefverslun
www.vikurverk.is 

Notið aldrei vatn af óþekktum uppruna. Athugið að soðið vatn þarfnast 10-20 mínútna suðu áður en það verður gerilsnautt. Gerlar geta fjölgað sér með ótrúlegum hraða. Notið aðeins viðurkennd efni til að hreinsa neysluvatnstanka og lagnir í ferðavögnum.  

Salerni: 
Í flestum gerðum hjólhýsa og húsbíla eru Thetford salerni. Búnaðurinn samanstendur af salerninu sjálfu með búnaði til að sturta niður, sem er um 15 L vatnskassi og einnig er rúmlega 19 L rotþró sem yfirleitt er kölluð kasetta. Til þess að koma í veg fyrir lykt frá salerninu er mikilvægt að nota sótthreinsiefni í vatnið sem sturtað er niður því það sótthreinsar og gefur smá ilm. Þetta er 15 L vatnstankur sem fyllt er á að utanverðu hýsinu og sótthreinsiefnið sett í þar. Blanda skal í þeim hlutföllum sem gefin eru upp frá framleiðanda. 

Athugið að í sumum tegundum hjólhýsa er ekki sér tankur fyrir vatnskassa salernis. Í þeim tegundum er bara hægt að sturta niður með hreinu vatni sem kemur beint frá neysluvatnstanknum sjálfum og þar af leiðandi ekki hægt að nota bleika sótthreinsiefnið.  

Í rotþrónna sjálfa (neðri hluta kasettunnar) er sett niðurbrotsefni, bæði til í fljótandi formi og föstu púða formi. Flýtir fyrir niðurbroti á því sem lendir í rotþrónni og kemur í veg fyrir að slæm lykt berist út af salerninu. Mikilvægt er að blanda rétt svo hvorki berist lykt frá rotþrónni né heldur of mikil hreinsiefnalykt inn í hjólhýsið. Gefið upp á umbúðum í hvaða hlutföllum skal blanda.  

Í salerni ferðavagna er nauðsynlegt að nota sérhannaðan salernispappír sem er fljótur að brotna niður og eyðast í kasettunni, til að auðvelda losun og sporna við skemmdum á kasettunni. 

Gæta þarf að því að kasettan sitji stöðug á sínum stað og að hakið smelli rétt. Til þess að losa hana þarf að ýta hakinu upp. Ef kasettan situr ekki alveg rétt þá ætti ekki að vera hægt að sturta niður inni á salerninu (en tekið skal fram að í sumum tilfellum er það hægt, þannig að það þarf alltaf að passa sérstaklega vel uppá að kasettan sitji rétt). Eins er ekki hægt að draga kasettuna út nema salernið sé lokað. Það er handfang á kasettunni sem auðveldar alla umgengni við hana. Handfangið er notað til að draga kasettuna út og einnig til að koma henni fyrir aftur í ferðavagninum eftir losun úr henni. 

Einnig eru hjól á kasettunni og hægt er að lengja handfangið og draga kasettuna auðveldlega á losunarstað. Taka þarf tappann af stútnum og snúa svo stútunum niður til að geta losað úr kasettunni ofan í þar til gerðan losunarstað. Gott getur verið að ýta á litla hnappinn sem er nálægt handfanginu til þess að hleypa lofti inn í kasettuna svo rennsli úr henni verði sem jafnast meðan losað er úr henni. 

 

Handbók

Affallstankurinn: 
Það fylgir affallstankur með sumum ferðavögnum. Venjulega er hann þá geymdur í geymsluhólfinu fremst á húsinu hjá gaskútunum. Affall frá eldhúsvaski og sturtu er samtengt undir húsinu og kemur niður í einum stút sem vanalega er fyrir aftan hjól ferðavagnsins. Skrúfa þarf lokið af affallstanknum og stilla honum undir á réttum stað til þess að affallið renni ekki beint niður á tjaldsvæðið heldur safnist saman í affallstankinn. Tankurinn er síðan tæmdur í næstu rotþró eða í þar til gerðum vöskum. Hægt er að kaupa affalstanka í Víkurverk fylgi hann ekki með ferðavagninum. Góð regla er að ganga snyrtilega um tjaldsvæðið og skilja það eftir eins og þið vilduð koma að því. Hægt er að kaupa affallstanka í verslun og á vefverslun Víkurverks. 

Veðráttan: 
Þrumuveður og fellibylir eru ekki algeng fyrirbæri í veðráttu okkar á Íslandi. Slíkt getur þó gerst ef verið er á ferðalögum með ferðavagna erlendis. Mikilvægt er þá að aftengja landrafmagn, taka 230 V strauminn úr sambandi. Einnig að halda kyrru fyrir á hentugum stað og bíða þess að veðrið gangi yfir. 

Á Íslandi þekkjum við hins vegar talsvert rok og fáir þekkja afleiðingar þess jafn vel og við sjálf. Mikilvægt er að hver og einn hafi samband við sitt tryggingafélag til að ganga úr skugga um þá skilmála sem eru bakvið þær tryggingar sem eru á ferðavagninum. Við mælum eindregið með því að bíða frekar af sér vonda veðrið á skjólgóðum stað frekar en að taka áhættu. Um að gera að vera bara í fína ferðavagninum og njóta þess að skapa góðar minningar meðan veðrið gengur yfir. 

Upplýsingar um færð og veður í síma 1777 og www.vegagerdin.is  einnig hjá Veðurstofu Íslands í síma 5226000 og á www.vedur.is 

Nokkur heilræði þegar tekið er saman eftir dvölina 

Gott er að koma sér upp ákveðnu verkferli til að fara eftir áður en lagt er af stað að heiman eða þegar verið er að taka saman eftir hverja dvöl fyrir sig.  

Gangið frá öllu lauslegu í skápum og skúffum og tryggið þungir hlutir í þessum hirslum séu ekki hreyfanlegir til að draga úr líkum á því að hirslurnar opnist þegar ekið er milli staða. Hafið ekki lausa muni í hillum eða á borðum því þeir gætu valdið tjóni.

Gætið að því hvort sjónvarp sé fast eða takið það niður svo ekki sé hætta á því að það falli niður og brotni. Skorðið sjónvarpið vandlega svo það verði ekki fyrir skemmdum eða valdi tjóni.

Lokið öllum gluggum og topplúgum vandlega og læsið geymslulúgum og útihurð.

Skrúfið stuðningsfæturna upp og tryggið að þær losni ekki og sígi niður þegar ekið er af stað. Gangið frá snúningssveifinni á sinn stað í húsinu þannig að hún verði ekki eftir. 

Aftengið einnig rafmagnskapla, hafi þeir verið í notkun og komið þeim fyrir í húsinu sjálfu. 

Gætið að stillingu á kæliskáp, aldrei má aka með kæliskáp í gangi á gasinu. Skrúfið alltaf fyrir gasið frammi við kút áður en ekið er af stað. Ef það er 13 pinna tenging á bifreiðinni og hleðsla frá bifreiðinni til staðar, þá er hægt að stilla á mynd af rafgeymi, ef vilji er til að kæliskápurinn sé að kæla meðan ekið er milli staða. 

Festið ferðavagninn við bifreiðina og tryggið að tengingin sé rétt. Dragið nefhjólið upp og herðið þéttingsfast svo það losni ekki við aksturinn. Sé þörf á hliðarspeglum þá setjið þá upp og stillið rétt.

Gleymið ekki að taka affallskútinn undan og tæma hann ef aðstaða er til þess á svæðinu.

Hirðið allt rusl og hendið því í þar til gerða gáma. Skilja við tjaldsvæðin eins og þið viljið sjálf koma að þeim. 

Akið varlega á næsta áfangastað.

 

Aukabúnaður fyrir ferðavagna á Verkstæði Víkurverks:

Grjótgrind:
Algengt er að grjótgrindur séu settar á beisli freðavagna til að sporna við grjótkasti milli bifreiðar og ferðavagns. Mikilvægt er að þeim sé komið fyrir á réttan hátt til að aðgengi að gashólfinu sé sem best og ekki of framarlega því þá er hætta á að grindin rekist í bifreiðina í kröppum beygjum.

Hjólagrind:
Núorðið er algengt að ferðalangar vilji geta tekið með sér reiðhjólin sín hvert sem farið er og við bjóðum uppá mikið úrval af hjólagrindum til að festa á beisli og einnig sem hægt er að festa aftan á ferðavagninn. Hjólagrindurnar sem Víkurverk selur er ýmist fyrir venjuleg reiðhjól eða rafmagnshjól.

Rafmagnshitari – Ultra heat:
Það er hægt að láta setja Ultra Heat rafmagnshitara í Truma S gasmiðstöðvar, sem gefur þá möguleika að hafa hita þegar tengt er við landrafmagn. Aldrei má nota bæði gashitun og rafmagnshitun í einu því það skapar eldhættu. Þetta er aukabúnaður sem hægt er að láta setja í ferðavagninn á Verkstæði Víkurverks.

12 Volta kerfi:
Ferðavagnar sem Víkurverk flytur inn eru allir með 12 Volta kerfi. Verkstæði Víkurverks getur séð um að setja 12 Volta kerfi í ferðavagna ef það er ekki til staðar. 

Mover:
Það er fjölbreytt úrval af moverum í boði hjá Víkurverk. Einungis gæðavara frá Easy Driver og Quatro sem hafa verið að koma mjög vel út. Fyrir eins öxla vagn þarf einungis eitt par og fer eftir þyngd ferðavagnsins hvaða mover skal velja, val milli 2,0 (fyrir vagna upp að 2 tonnum í heildarleyfilega þyngd) og 2,5 (fyrir vagna upp að 2,5 tonn að heildarleyfilegri þyngd). Ef ferðavagninn er með tvo öxla þá þarf alltaf að kaupa tvö pör, (4 Wheel Drive) og koma þau sem sett fyrir allt að 2,8 tonn og ganga undir hvaða týpu sem er af tveggja öxla ferðavögnum. 

Rafgeymir:
Rafgeymarnir sem við erum með eru AGM Gel neyslugeymar, 95 Amper og hafa verið að koma mjög vel út. AGM geymarnir eru endingarbetri og þola betur að falla í spennu en aðrir rafgeymar.

Stöðugleikabúnaður ATC:
Stöðugleikabúnaður fyrir ferðavagn með AL-KO undirvagn gerir það að verkum að ef vagninn fer að rása þá hemlar kerfið vagninn niður og réttir hann af. Þetta getur komið sér vel á hlykkjóttum vegum Íslands. Verkstæði Víkurverks sér um ísetningu á slíkum búnaði.

Upphækkun:
Það er hægt að hækka upp hjólhýsi sem eru með öxul frá KNOTT (AL-KO öxlarnir bjóða ekki uppá upphækkun.

Auka lúgur:
Verkstæði Víkurverks sér um að setja auka hleðslulúgur, topplúgur og glugga í ferðavagna. 

Boiler:
Það er hægt að setja boiler til að hita neysluvatnið í allar gerðir ferðavagna um 10 – 14 L. Hann er þá settur í staðinn fyrir orginal 5L rafmagnsvatnshitarann. Hægt er að fá tvenns konar boilera. Annars vegar Gasboiler er um 10 til 14 L að stærð og gengur eingöngu fyrir gasi. Einnig hægt að fá boiler sem gengur bæði fyrir gasi og landrafmagni 230 V. Stýringar eru inni í ferðavagninum sjálfum.

Sólarsella:
Einn algengasti aukabúnaður á ferðavagna er sólarsella og hægt er að fá þær í mismunandi styrkleika. Sellan sér um að framleiða rafmagn svo lengi sem birtan er nægileg. Sólarsellan hleður inn á rafgeyminn við bestu skilyrði, glampandi sólskin beint ofan á selluna og getur viðhaldið allt að 75% af geymslugetu rafgeymisins. 

Það er hægt að nota allt sem er 12 V í ferðavagninum svo lengi sem það er nóg af rafmagni á rafgeyminum. Gott getur verið að bæta auka rafgeymi við í vagninn til þess að auka geymslugetu á rafmagni eftir þörfum hvers og eins. Fullhlaðinn rafgeymir getur dugað í um 8 klukkustundir án þess að verið sé að hlaða inn á hann jafnóðum, fer þó eftir því hversu sparlega rafmagnið er notað.

 

Handbók

5G Netbúnaður:
Netbúnaðurinn sem verkstæði Víkurverks setur á ferðavagna er frá Motorhome WiFi og hefur fengið mjög góða dóma frá viðskiptavinum sem hafa notað búnaðinn á ferðalögum hérlendis sem erlendis. Búnaðurinn hentar sérstaklega vel fyrir alla sem þurfa að vera vel nettengdir og þurfa kannski að hafa möguleika á að vera með margar tölvur og snjalltæki í nettengingu á saman tíma. 

Sjónvörp:
Víkurverk selur 24“ snjallsjónvörp sem eru bæði fyrir 12v og 230V. Það þarf annaðhvort að vera nettenging eða loftnetshattur til staðar, til að geta notað þau. Munið að alltaf þarf að taka sjónvarpstækin af arminum og koma þeim vel fyrir á öruggum stað áður en ekið er millli staða.

Sjónvarpsarmur:
Hægt er að láta setja sjónvarpsarm í ferðavagninn á Verkstæði Víkurverks, ýmsar stærðir í boði. Það ræðst af skipulagi vagnsins hvar best er að koma sjónvarpsarminum fyrir. Fagmenn okkar eru með sérhæfingu og veita ráð sé þess óskað.

Loftnetshattar:
Milenco digital loftnetshattar eru vinsælustu loftnetshattarnir hjá okkur nú til dags. Athugið að það þarf yfirleitt að láta sjónvarpið leita að stöðvum á hverjum áfangastað fyrir sig.

Útvarp og hátalarar: Margir vilja láta koma fyrir útvarpi og hátölurum í ferðavagninn sinn. Mikilvægt er að slík tæki séu sett í af fagmönnum okkar. 

Inverter:
Þeir sem kjósa að nota 230 V rafmagnstæki sín, þótt þeir séu ekki tengdir 230 V landrafmagni, eiga þess kost að láta setja í ferðavagna sína svokallaðan inverter (spennubreyti) sem breytir 12 v spennu í 230 V. Fáanlegir í mismunandi styrkleika allt eftir notkun hvers og eins. Athugið að flestar gerðir svefnvéla ganga fyrir 230V og þá er upplagt að vera með inverter til að lenda ekki í veseni ef ekki er hægt að tengja ferðavagninn við landrafmagn. 

Auka USB tenglar, 12 V tenglar, 230 V tenglar:
Verkstæði Víkurverks sér um ísetningu á öllum gerðum aukatengla svo sem USB tengla, 12 V tengla og 230 V tengla. Einnig utanáliggjandi 230 V tengla. (?? Link??)  

Gasskynjarar:
Margir kjósa að láta setja gasskynjara í ferðavagna sína. Hægt að fá gasskynjara sem tengdir eru inn á 12 V kerfi ferðavagnsins en einnig hægt að fá skynjara sem ganga fyrir rafhlöðu og eru fáanlegir í verslun Víkurverks og í vefveslun. Munið að gas leitar niðurávið ef það er gasleki og ætti að ráðfæra sig við fagaðila varðandi staðsetningu þeirra.

Reykskynjari:
Mikilvægt er að hafa reykskynjara í ferðavögnum og í einstaka tegundum ferðavagna fylgja þeir með.

Bakkmyndavél:
Hægt er að láta setja bakkmyndavél á ferðavagninn hjá Verkstæði Víkurverks. Fánlegar sem fasttengdar eða þráðlausar. Staðsetning ofarlega til að hafa sem besta sýn fyrir aftan vagninn. 

Utanáliggjandi gastengi:
Vinsælt er að láta setja utanáliggjandi gastengi á ferðavagninn sem eykur þægindin til muna til dæmis við notkun á gasgrilli og gashitara. 

Utanáliggjandi vatnstengi:
Það getur hentað vel að láta setja utanáliggjandi vatnstengi fyrri stöðuhýsi ef aðstaðan er þannig að hægt er að komast í beintengingu við vatn. Þetta er hraðtengi fyrir venjulega garðslöngu með innbyggðum þrýstiminnkara og hægt er að tengja hýsið beint við vatn og þarf þá ekki að hafa áhyggjur af því að verða vatnslaus.

Utanáliggjandi 230 V tengi:
Vinsælt að láta setja utanáliggjandi 230 V tengil á ferðavagninn því það er einnig í honum 12 V tengill og sjónvarsploftnets tengill. 

Rafdrifnir stuðningsfætur:
Verkstæði Víkurverks sér um ísetningu á rafdrifnum stuðningfótum á ferðavagna. Eykur þægindin verulega að hafa slíkan búnað á ferðavagninum. 

Áföst markísa:
Núorðið er algengast að áfastar markísur eru festar á toppinn á ferðavagninum. Einfalt að rúlla markísunni út með handsveif þegar hún er notuð. Einnig er hægt að auka þægindin og fá rafmagnsmótor sem dregur markísuna út og inn. Mikilvægt er að gæta þess vel þegar markísan er dregið inn, að hún sitji rétt í því slíðri sem henni er ætlað að læsast í. Einnig er mikilvægt að draga hana alltaf inn á kvöldin áður en farið er að sofa og ef yfirgefa á ferðavagninn, því lítil vindhviða og mikil rigning geta skemmt markísuna og valdið tjóni bæði á markísunni og á ferðavagninum. Einnig er hægt að fá hliðar á markísurnar. 
Athugið að það er hægt að fá uppblásin fortjöld sérstaklega fyrir áfastar markísur.

Uppblásin markísa:
Víkurverk selur uppblásnar markísur frá Kampa Dometic. Mjög léttar og þægilegar í notkun. Hægt að fá hliðar á þær og einnig mikið úrval af dúkum eftir því hvaða stærð hentar. 

Uppblásin fortjöld:
Vinsælt að vera með uppblásin fortjöld frá Kampa Dometic. Afar einföld í meðförum og taka ekki mikið geymslupláss. Á öllum hjólhýsum er sérstök renna sem fortjaldinu er rennt í. Einnig er hægt að fá uppblásin fortjöld sem eru sérstaklega ætluð fyrir áfastar markísur. Það er líka hægt að fá uppblásin fortjöld sem eru sérhönnuð fyrir húsbíla, einnig er algengt að þannig fortjöld nýtist fyrir fellihýsi. Mjög margar stærðir og gerðir eru í boði. Þegar verið er að finna út þá stærð sem hentar fyrir ferðavagninn þá þarf að miða við að rennan á fortjaldinu sé alls ekki lengri en beini kaflinn á rennunni á ferðavagninum.  (spurn um link inn á fortjöldin og aukadótið fyrir þau.

Svefntjöld:
Uppblásin svefntjöld frá Kampa Dometic sem hægt er að bæta við uppblásnu fortjöldin frá okkur. Getur hentað mjög vel ef gesti ber að garði eða ef ekki er svefnpláss fyrir alla fjölskylduna inni í ferðavagninum. 

Uppblásnir skjólveggir:
Vinsælir hvort sem nota á heimavið eða á ferðalögum. Einfalt í uppsetningu og létt og þægileg að grípa með.

Yfirbreiðslur:
Gott er að hafa góða yfirbreiðslu til að hlífa ferðavagninum fyrir veðri og vindum. Einnig ver yfirbreiðslan lakk og glugga fyrir sólarskemmdum. Hentugt í íslenskri veðráttu allt árið um kring.

Athygli skal vakin á því að allur sá aukabúnaður sem festur er í eða á ferðavagninn bætist við eiginþyngd hans og dregur þar með úr eiginlegri hleðslugetu ferðavagnsins. Hleðslugeta ferðavagnsins er mismunurinn á eiginþyngd og heildarleyfilegri þyngd hans. Bannað er að hafa ferðavagninn þyngri en því sem nemur uppgefinni heildarleyfilegri þyngd ferðavagnsins. Mikilvægt er að vigta ferðavagninn þegar búið er að bæta við aukabúnaði til að gera sér grein fyrir því hversu mikla hleðslugetu ferðavagninn hefur. 

Rétt hleðsla í ferðavagninn stuðlar að öryggi – Áríðandi:
Nauðsynlegt er að hlaða vagninn aldrei umfram það sem framleiðandi gefur upp sem heildarleyfilega þyngd. Jafnframt er nauðsynlegt að fylgja eftir fyrirmælum framleiðanda um það hvernig hlaða skuli ferðavagninn þannig að þyngdin hvíli á burðarásum hans. Hleðslugeta ferðavagna er mjög mismunandi. Eins og áður segir þá er hleðslugeta mismunurinn á eiginþyngd og heildarleyfilegri þyngd ferðavagnsins.

Hafa ber í huga að sá aukabúnaður sem settur er á og í ferðavagninn bætist við eiginþyngd hans. Það gæti verið öruggast að fara með ferðavagninn sinn á vigt til að vita stöðuna nákvæmlega og til að gera sér grein fyrir hversu mikinn farangur og vistir leyfilegt er að hlaða í ferðavagninn. Varist að hlaða ferðavagninn of afturþungann því það getur valdið því að hann rási við akstur og þar með aukið slysahættu.  

Varðandi hleðsluna sjálfa þá er æskilegt að hafa þyngdina frekar framarlega þannig að þyngdin komi niður á beisli frekar en aftarlega. Ef ferðavagninn er of þungur að aftan getur hann rásað í akstri og valdið slysum. Það má bara vigta ákveðið mikið niður á kúluna á bílnum, gæti verið á bilinu 70 – 150 kg, þannig að hver og einn ætti að kynna sér málið til að hafa sitt á hreinu.  

Handbók

Þegar farangri og vistum er raðað í ferðavagninn skal varast ofhleðslu og hafa að markmiði að raska ekki því jafnvægi sem ferðavagninn er hannaður fyrir. Miða skal við að hafa þyngdarpunktinn sem neðstan því það eykur á stöðugleika. Sem dæmi er nauðsynlegt að hafa þann farangur og vistir sem þyngstar eru, í neðri hirslum og það sem er léttara í efri hirslum. Einnig skal passa að hafa ekki of þunga hluti í hillum og hólfum í hurðinni á kæliskápnum, til að sporna gegn því að hurð kæliskápsins opnist meðan ekið er með ferðavagninn.  

Í sumum gerðum ferðavagna eru útdraganlegar grindur í skápum og skúffur og því mikilvægt að læsa þeim alltaf áður en ekið er af stað, annars geta þær brotnað og valdið enn meira tjóni. Einnig þarf að passa upp á að allir skápar séu vel lokaðir og tryggja að ekki sé of þungt í skúffum og hafa allar skúffur læstar. Mikilvægt að fara vel eftir þessum leiðbeiningum til að stuðla að sem mestu jafnvægi ferðavagnsins í akstri og auka á öryggi við akstur með ferðavagna.  

Tæma skal vatnstank ferðavagsins áður en ekið er með hann bæði til að vera ekki með þá viðbótarþyngd og til að stuðla að stöðugleika ferðavagnsins og auka umferðaröryggi..  
Athugið að alltaf á að skrúfa fyrir gasið frammi við kút áður en ekið er með ferðavagn. 

Lausamunir:
Aldrei skilja eftir lausa muni í ferðavagninum þegar aka á með hann, því þeir geta bæði skemmst og valdið gríðarlegu tjóni þegar ekið er og ef þarf að nauðhemla. Ef eitthvað þarf nauðsynlega að geyma á gólfinu svo sem fortjald þá skal skorða það af eins og hægt er að til að tryggja að það fari ekki af stað í akstri. 

Hjólbarðar – Áríðandi:
Mæla þarf loftþrýsting í hjólbörðum og hafa hann réttan samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda. Fylgjast þarf með sliti hjólbarða, sérstaklega missliti því það getur orsakast af röngum loftþrýstingi. Hægt er að sjá á límmiða inni í gashólfinu, sem segir til um réttan loftrýsting. Einnig getur rangt hjólabil orsakað misslit. Ekki er óalgengt að hjólabil breytist við notkun vagnsins og er því nauðsynlegt að fylgjast sérstaklega vel með því. Það er hægt að stilla hjólabilið á sumum vögnum, öðrum ekki og ef það er skakkt á þannig vögnum þá hefur hjólabúnaðurinn orðið fyirir höggi og skekkst, þá er nýr öxull það eina í stöðunni. 

Vetrarklárt  
Á haustin þarf að undirbúa ferðavagninn fyrir veturinn því mikilvægt er að hann komi vel undan vetri hvort sem hann er geymdur innadyra eða úti.  

Eitt það mikilvægasta er að tæma allar vatnslagnir í ferðavagninum bæði á neysluvatni og salerni. Það er gert með því að opna alla krana sem á kerfinu eru (aftöppunarkranar við aldehitarann og boilerinn eiga að vera í lóðréttri stöðu, einnig kranar við rafmagnshitara, sé hann í húsinu, en þann tappa þarf venjulega að skrúfa) og taka botntappann úr vatnstanknum, láta allt renna úr vatnstanknum en setja tappann aftur í þegar hættir að leka.  

Munið líka að opna blöndurnartæki í eldhúsi og baðherbergi og láta dæluna tæmast alveg og láta hana dæla lofti örlitla stund. Hafið síðan kranana við boilerana og aldekerfið opna til að loft geti leikið um lögnina ef vagninn stendur inni. Standi vagninn úti er ráðlegt að setja tappann í vatnstankinn þegar hann hefur verið tæmdur alveg, en hafa alla aðra krana opna. Setja frostlög og láta svo allt standa opið þegar búið er að keyra frostlög í gegnum allt kerfið. 

Salerni tæmt með því að láta allt renna úr vatnskassa með aftöppun eða með því að sturta niður þangað til dælan dælir bara lofti. Tæmið síðan kasettuna og skolið hana vel og látið hana svo standa tóma yfir veturinn. Setja frostþolinn rúðuvökva á og láta standa í bæði vantskassa og kasettu ef ferðavagninnn er geymdur úti eða í óupphitaðri geymslu. 

Mikilvægt að láta dýnur úr rúmum og sætum standa upp á rönd í stað þess að liggja flatar til að koma í veg fyrir sagga og ólykt. Fjarlægið einnig úr húsinu öll matvæli til að þau valdi ekki skemmdum og ólykt. Látið ísskáp og frystihólf standa opin sem og bakaraofn ef hann er til staðar. Einnig skal draga fyrir öll myrkvunartjöld til að koma í veg fyrir hitasveiflur og sporna gegn sagga. 

Ef ferðavagninn á að standa úti yfir vetrartímann er mikilvægt að finna honum skjólgóðan stað til dæmis við húsvegg eða í trjárjóðri þar sem vetrarveður mæða ekki um of á honum. Setjið allar stuðningsfætur niður og látið hann hvíla vel á þeim. Metið sjálf hvort nauðsynlegt er að binda vagninn niður vegna hvassviðris. Teljið þið svo skal binda í grind eða stuðningsfætur ferðavagnsins og hæla vel niður.  

Setjið vetrarlokur á öndunarristar kæliskápa. Athugið að það er í lagi að hafa vetrarlokur á hérlendis allt árið um kring, nema þegar heitt er í veðri þá skal fjarlægja lokurnar áður en kæliskápurinn er notaður. Gott væri líka að loka útöndun miðstöðvarinnar (stúturinn er uppi á þaki ferðavagnsins), svo ekki skafi inn um hann. Gætið þess einnig að allir gluggar, hurðar og lúgur séu vel lokuð. Ef það er gasboiler í ferðavagninum þá þarf að ganga úr skugga um að lokið á útöndun hans sé fast á sínum stað.  

Standi ferðavagninn úti þarf að passa að ekki safnist mikill snjór á þakið. Þakið ber ekki ótakmarkaða þyngd þó svo að fullorðnum einstaklingi sé óhætt að ganga á því þá getur blaut snjóþekja orðið of þung. Þakið gæti svignað og jafnvel brotnað undan þunganum. Sé hætta á því þá sópið eða mokið snjónum af þakinu myndist slíkar aðstæður. 

Fjarlægja skal rafgeyminn úr ferðavagninum og til að tryggja sem lengsta nýtingu hans er æskilegt að hlaða hann með hleðslutæki annan hvern mánuð. Þegar rafgeymirinn hefur verið fjarlægður úr ferðavagninum þá er nauðsynlegt að taka sólarselluna úr sambandi því annars getur sellan haft eyðileggjandi áhrif á stjórnborðið og rafkerfið. Ef sólarsellan er ekki tekin úr sambandi mun hún reyna að hlaða inná kerfið ef birtuskylirði breytast hvort sem vagninn stendur inni í geymslu eða utandyra. 

Það er afar einfalt að aftengja sólarselluna, fyrst er lokið tekið af regulatornum og plúsinn+ er tekinn af (Regulatorinn er yfirleitt staðsettur inni í stóra fataskápnum, getur þó verið staðsettur á öðrum stað.  

Gas skal aftengja og fjarlægja gaskútana úr ferðavagninum því ekki þarf að útskýra fyrir neinum hvað gæti gerst ef eldur yrði laus í geymslurýminu. Plastkútarnir springa að vísu ekki en mikill eldur getur gosið upp þegar þeir bráðna.  

Farið vel yfir tryggingamál athugið hvort ferðavagninn er tryggður þegar hann stendur í geymslu óháð því hvar geyma skal ferðavagninn. Mikilvægt að kynna sér tryggingaskilmála vel.  

Vetrarklárt tékklisti:  

Tæma vatnstank, skrúfið lokið af að ofan og takið tappann úr. 

Vagnar með Truma miðstöð = opna kranana við hliðina á gasboilernum (þeir eiga að vísa upp þegar þeir eru opnir) og látið vatnið renna niður.  

Vagnar með Alde kerfi = opna krana við hliðina á Alde stöðinni (þeir eiga að vísa upp þegar þeir eru opnir) og láta vatnið renna niður.  

Ef vagninn er geymdur úti þá skal loka vatnstanki og krönum við gasboiler og aldestöð og setja síðan neysluvatnsfrostlög á vatnstankinn, eftir að vagninn hefur verið vatnstæmdur og skrúfa fyrst frá heita vatninu til að láta löginn renna í gegnum kerfið.  

Tæma vatnskassa salernis með því að tappa af, setja frostþolinn rúðuvökva bæði á vatnskassann og í kasettuna. 

Láta vatnsdæluna ganga í 30 sek, láta hana dæla lofti (á sérstaklega við ef ekki er notaður neysluvatnsfrostlögur). 

Draga fyrir öll myrkvunartjöld (minnkar hitasveiflur og forðar sagga). 

Reisa sætispullur (loftar betur og forðar sagga). 

Hafa hurð á kæliskáp og frystihólfi opnar (einnig á bakaraofni ef hann er til staðar). 

Hafa skápahurðir opnar til að auðvelda loftflæði. 

Æskilegt er að láta blöndunartækin standa opin (á sérstaklega við ef ekki er notaður neysluvatnsfrostlögur).

Stilla upp rakagildrum (ath gæti þurft að skipta um rakasand á tímabilinu).

Aftengja gas og fjarlægja gaskúta og koma þeim á öruggan stað.  

Setja vetrarlokur á öndunarristar fyrir kæliskáp. 

Skrúfa niður og stilla vel af stuðningslappir ef geyma á vagninn utandyra. 

 

Aftengja sólarselluna (svo hún valdi ekki skemmdum á stjórnborði og rafkerfi). 

Aftengja og fjarlægja rafgeymi og geyma á þurrum og heitum stað. 

Munið að kanna með tryggingamál hvar svo sem geyma á vagninn. 

Við viljum benda á að það er hægt að láta gera ferðavagninn vetrarkláran á Verkstæði Víkurverks. Sparar tíma, fyrirhöfn og öruggt að allt þetta sé fagmannlega og rétt gert. Slík þjónusta er einnig skráð í þjónustubók ferðavagnsins. Tímabókanir í síma 5577720 og á verkstaed@vikurverk.is 

Fagleg og góð þjónusta fyrir ferðavagninn hjá Víkurverk: 
Verkstæði Víkurverks annast viðgerðir, viðhald og þjónustar ferðavagna og húsbíla allt árið um kring. Stór þáttur í starfsemi verkstæðisins er að standsetja og yfirfara nýja ferðavagna og húsbíla sem Víkurverk flytur inn og setja í þann aukabúnað sem viðskiptavinir óska eftir. Tjónamat og tjónaviðgerðir fara einnig fram á verkstæðinu. Einungis er unnið eftir viðurkenndum aðferðum, með viðurkennd efni og varahluti og sérfræðingar okkar eru með sérhæfingu og víðtæka reynslu. Að auki fer verkstæðið í þjónustuferðir á mörg svæði þar sem ferðavagnar eru í föstum stæðum. 
 
Eigendur ferðavagna athugið að sú þjónusta sem Verkstæði Víkurverks sér um er hægt að láta skrá og stimpla í þjónustubók ferðavagnsins. Regluleg þjónusta viðheldur gæðum ferðavagnsins og góð þjónustusaga stuðlar að betra endursöluverði. Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 5577720 eða senda fyrirspurnir á verkstaedi@vikurverk.is  

Handbók

Þjónustuskoðun húsbíla    
Innifalið í þjónustuskoðun hjá Víkurverk: 
Gasþrýstiprófun
Loftþrýstingur í hjólbörðum mældur
Hjólabúnaður skoðaður 
Ljósabúnaður athugaður
Smurt í læsingar
Æskilegt er að framkvæma þjónustuskoðun á hverju ári. Regluleg þjónustuskoðun viðheldur gæðum ferðavagnsins. 

Ábyrgðarskoðun húsbíla   
Innifalið í ábyrgðarskoðun hjá Víkurverk: 
Gaskerfi þrýstiprófað
Kæliskápur, eldavél og hitakerfi yfirfarið
Loftþrýstingur í hjólbörðum mældur 
Ástand hjólbarða skoðað
Rafkerfi yfirfarið (12V og 230 V)
Rafgeymir álagsprófaður og hleðslustöð prófuð
Vatnskerfi yfirfarið
Vagninn rakamældur / Rakamæling innréttingar 

Almennt er tveggja ára ábyrgð á nýjum ferðavögnum sem Víkurverk selur. Eigendum Hobby hjólhýsa er sérstaklega bent á að framkvæma þarf ábyrgðarskoðun á Hobby hjólhýsum innan tveggja ára frá skráningardegi til að viðhalda verksmiðjuábyrgð hússins og bæta þar með þriðja árinu við í ábyrgð. 

Vetrarstandsetning húsbíla     
Innifalið í vetrarstandsetningu hjá Víkurverk: 
Vatni tappað af 
Neysluvatnsfrostlögur í gegnum lagnir
Frostþolinn rúðuvökvi settur á salerni 
Dýnur og sessur reistar upp
Rafgeymir aftengdur
Sólarsella aftengd
Dregið fyrri glugga og hurð 

Athugið að eigendur þurfa sjálfir að aftengja gaskúta og taka þá úr þegar húsbíllinn fer í geymslu.  

Ferðaklárt:
Það er hægt að koma með húsbílinn á Verkstæði Víkurverks og láta yfirfara hann áður en ferðatímabilið er hafið. 

Tjónamat og tjónaviðgerðir: Verkstæði Víkurverks býður upp á tjónamat og tjónaviðgerðir. Mikilvægt er að tjónaviðgerð sé unnin af fagmönnum. Einungis er unnið eftir viðurkenndum aðferðum með viðurkennd efni og varahluti. Fagmenn Víkurverks eru með reynslu og sérhæfingu í viðhaldi og viðgerðum á ferðavögnum. 

Rakaskoðun / rakamæling á Verkstæði Víkurverks 
Verkstæði Víkurverks býður uppá að rakamæla ferðavagna og húsbíla

Gasþrýstiprófun á Verkstæði Víkurverks  
Gott að framkvæma þriðja hvert ár
Staðlaðri slöngu skipt út
Gaslagnir þrýstiprófaðar
Skipt um gúmmí í þrýstijafnara
Skipt um þrýstijafnara ef þörf er á

Almenn viðgerðarþjónusta á Verkstæði Víkurverks: Þó húsbíllinn eða ferðavagninn hafi ekki verið keyptur hjá Víkurverk þá er öllum velkomið að leita til okkar varðandi viðgerðir og viðhaldsþjónustu. Nauðsynlegt getur verið að yfirfara gasleiðslur og yfirfara ýmis öryggisatriði eldri ferðavagna. Einnig hægt að fá ísetningu á aukabúnaði. Hjá Víkurverk starfar fagfólk með sérþekkingu og reynslu. 

Varahlutir: Varahlutadeild Víkurverks útvegar varahluti þá húsbíla og ferðavagna sem Víkurverk flytur inn, einnig er mikið úrval af varahlutum til á lager. Auk þess er kappkostað að útvega varahluti í aðrar gerðir ferðavagna og sérpantað ef hluturinn er ekki til á lager. Markmiðið er að allt gangi eins hratt og vel fyrir sig og kostur er hverju sinni þó það sé vissulega háð birgðastöðu birgja. 

Verkstæðismóttaka: Tímabókanir á verkstæðið í síma 5577720 eða hafið samband með því að senda tölvupóst á verkstaedi@vikurverk.is  

Varahlutadeild: Fyrirspurnir og pantanir varahluta í síma 5577720 eða hafið samband með því að senda tölvupóst á varahlutir@vikurverk.is  

Opnunartími verkstæðismóttöku er kl. 8 – 12 og 13 – 17 virka daga. Lokað er um helgar. Athugið að verkstæðismóttakan er staðsett á efri hæðinni, við aðalinnganginn.   

Víkurverk ehf – Öll réttindi áskilin.  
Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis Víkurverks ehf.  

Handbók Vikurverks er eingungis sett saman sem uppflettirit fyrir eigendur og notendur ferðavagna og ber Víkurverk ehf enga ábyrgð því hvernig eigendur og notendur ferðavagna notfæra sér þær upplýsingar sem gefnar eru í Handbók Víkurverks. Víkurverk ehf ber ekki ábyrgð á því að upplýsingar þær sem gefnar eru í Handbók Víkurverks séu réttar að einu eða öllu leyti. Víkurverk ehf tekur ekki ábyrgð á innsláttarvillum sem verið geta í Handbók Víkurverks. Allar ábendingar um það sem betur mætti fara í Handbók Víkurverks eru vel þegnar. 

Víkurverk ehf – Víkurhvarf 6 – 203 Kópavogur – Sími 557 7720 
Ýmsar upplýsingar eru að finna á heimasíðu okkar www.vikurverk.is 
Þarftu að ná í okkur, endilega sendu okkur línu á vikurverk@vikurverk.is  
Vefverslun okkar er opin allan sólarhringinn https://vikurverk.is/verslun/shop/ 
Við erum á facebook https://www.facebook.com/vikurverk 
Við erum á Instagram https://www.instagram.com/vikurverk 

!-- Facebook Pixel Code -->
Fáðu tilkynningu í tölvupósti Fáðu tilkynningu í tölvupósti þegar varan kemur í verslun