Mánuður: janúar 2019

BETRI ÞJÓNUSTA

2017 og 2018 var mikill vöxtur í sölu á nýjum ferðavögnum hjá Víkurverk.  Vöxturinn reyndist okkur um megn og kom það því miður niður á þjónustustiginu sem við viljum halda uppi fyrir viðskiptavini okkar.
Markmið okkar árið 2019 er því að bæta þjónustuna og auka þjónustustigið, þar sem við viljum veita okkar viðskiptavinum bestu þjónustuna.
Með innleiðingu á nýju innkaupakerfi varahluta og breyttum áherslum viljum við geta veitt góðaþjónustu er varðar varahluti og viðgerðir.

Við þökkum innilega þá þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur á seinustu misserum.  Við viljum bæta okkur og höfum því ráðið til starfa nýtt starfsfólk.

Við kynnum nýjan þjónustustjóra,Tryggva Gunnarsson.  Hann mun hafa yfirumsjón yfir þjónustu og varahlutadeild okkar.

Honum til halds og trausts er hann Egill Gómez sem mun sjá um innkaup á varahlutum og hafa yfirumsjón í verslun. Við viljum minna viðskiptavini okkar á að vera tímanlega í varahlutapöntunum.
Ef þig vantar varahlut þá er best að panta varahlutinn sem fyrst. Varahlutir í ferðavagna geta tekið langan tíma í pöntun. Algengur afhendingartími eru 4 til 12 vikur, í sumum tilfellum getur pöntunarferlið tekið mun lengri tíma. Ef þú vilt breyta eða bæta ferðavagninn þinn þá eru tímarnir á verkstæðinu að fyllast fyrir sumarið! Gott er því að panta tímanlega.  Í fyrirtækinu hafa bæst við fleiri ný andlit Dagný Helga Eckard er fjármálastjóri Víkurverks. Íris Angela Jóhannesdóttir stígur í fótspor föður síns sem innkaupa og markaðsstjóri Víkurverks. Ekki má gleyma okkar frábæru söluráðgjöfum!  Tveir nýjir söluráðgjafar hafa bæst við hópinn okkar, þau:  Guðlaugur Þór Ingvason og Tanya Lynn Williamsdóttir

Ferðumst Innanlands í sumar